SIP tengingar hjá Símanum

1. Gildissvið

 1. Skilmálar þessir gilda fyrir SIP-tengingar (hér eftir „þjónustan“) sem Síminn veitir til fyrirtækja og/eða einstaklinga. Skilmálar þessir teljast til viðauka við sérstakan þjónustusamning sem viðskiptavinur kann að hafa undirritað við Símann. Almennir skilmálar Símans gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar. Stangist ákvæði þessara skilmála við ákvæði sérstaks þjónustusamnings, gilda ákvæði þjónustusamnings framar þessum skilmálum.
 2. Viðskiptavinur sem notar þjónustuna samþykkir og skuldbindur sig til þess að hlíta þessum skilmálum.
 3. Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma,
 4. Skilmálar þessir gilda frá og með 01.11.2020.

2. Skilgreiningar

 1. „Endabúnaðar“: símstöð eða símkerfi, hvort heldur sem er vélbúnaður eða hugbúnaður, sem tengist þjónustunni.
 2. „Rétthafi“: Sá aðili sem er skráður kaupandi þjónustunnar í kerfi Símans
 3. „Greiðandi“: sá aðili sem Síminn sendir reikninga vegna þjónustunnar
 4. „Viðskiptavinur“: sá aðili sem skráður er kaupandi þjónustunnar hjá Símanum.

3. Þjónustan

 1. Síminn veitir viðskiptavinum þjónustuna á grundvelli þjónustusamnings eða skilmálum þessum og verðskrá.
 2. Þjónustan er eingöngu í boði fyrir þá viðskiptavini sem hafa aðgang að IP-neti Símans, þá verður þjónustan eingöngu tengd við endabúnað sem hefur verið sérstaklega prófaður af Símanum með jákvæðum niðurstöðum. Síminn áskilur sér rétt til að neita að tengja þjónustuna við endabúnað sem hefur ekki verið prófaður af Símanum eða ef Síminn telur  tiltekinn endabúnað óásættanlegan samkvæmt þeim viðmiðum sem Síminn byggir á.
 3. Prófanir á endabúnaði skulu unnar af þjónustuaðila endabúnaðar en á grundvelli prófunarskjala sem Síminn útvegar og með aðferðum sem Síminn samþykkir. Verði niðurstöður úr prófunum jákvæðar ber þjónustuaðila endabúnaðar að skila prófunarskjölum til Símans. Þjónustuaðili endabúnaðar ber svo ábyrgð á því að niðurstöður prófunarskjala séu í samræmi við niðurstöðu prófanna.
 4. Upphaf þjónustu miðast við þegar SIP tengingin er orðin virk.

4. Heimil notkun og takmarkanir

 1. Viðskiptavinur velur tegund SIP-tengingar í samræmi við gildandi áskriftarleiðir og verðskrá. Sú tegund tengingar sem viðskiptavinur kann að velja innheldur fyrirfram ákveðinn fjölda samtímasímtala . Ef notkun fer yfir hámarksfjölda samtímasímtala þá er símtölum hafnað (“á tali”). Til þess að tryggja eðlilega þjónustu er viðskiptavin  ekki heimilt að hafa hærra hlutfall en 10 notendur (símanúmer) fyrir hvert samtímasímtal á SIP tengingunni.
 2. Rétthafi og eða greiðandi skal ávallt leita til þjónustuaðila endabúnaðar vegna vandamála sem koma upp vegna endabúnaðar sem þjónustan tengist við. Þjónustuaðili endabúnaðarins metur hvort að nauðsynlegt sé að hafa samband við Símann.
 3. Viðskiptavin er óheimilt að nota þjónustuna á hvern þann hátt sem er til þess ætlað að hafa áhrif á gjaldtöku eða komast hjá henni. Þá er viðskiptavin óheimilt að nota þjónustuna með öðrum ólögmætum hætti.

5. Ábyrgð Símans

 1. Síminn stefnir ávallt að því, að tryggja stöðugleika og gæði þjónustunnar. Ef þjónustuna bilar eða liggur niðri mun Síminn reyna að lagfæra öll vandamál eins fljótt og auðið er.
 2. Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni, beinu eða óbeinu, sem kann að orsakast í tengslum við notkun á þjónustunni eða vegna þess að þjónustan kann að liggja niðri. Þá ber Síminn ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur viðskiptavin fyrir tilstuðla þjónustunnar.
 3. Síminn ber ekki ábyrgð á uppsetningu endabúnaðar, bilunum eða tjóni sem kann að hljótast af uppsetningu endabúnaðar eða virkni hans að einhverju leyti.

6. Ábyrgð Viðskiptavinar

 1. Viðskiptavinur ber ábyrgð á allir notkun tengdri þjónustunni og greiðslum vegna notkunar hennar.
 2. Viðskiptavinur ber ábyrgð á allri notkun þriðju aðila og aðgengi þeirra að þjónustunni sem á sér stað um net viðskiptavinar og fjarskiptalagnir í húsnæði hans.
 3. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á uppsetningu á hugbúnaði og/eða  eigin tölvubúnaði.

7. Reikningar, greiðslur og vanskil

 1. Almennir skilmálar Símans gilda um tilhögun greiðslu, útgáfudag reikninga og áhrif vanskila.

8. Uppsögn

 1. Heimilt er að segja þjónustunni upp um mánaðarmót með minnst eins mánaðar fyrirvara í samræmi við Almenna skilmála eða sérstakan þjónustusamning viðskiptavinar við Símann.

9. Framsal

 1. Framsal á þjónustunni er heimilt í samræmi við Almennra skilmála eða sérstaks þjónustusamning viðskiptavinar við Símann.

10. Annar áskilnaður

 1. Síminn áskilur sér rétt til að hafa samband við viðskiptavin í tengslum við þjónustuna. Slík samskipti kunna að fara fram í gegnum síma og bréf eða tölvupóst.
 2. Síminn áskilur sér rétt til þess að rjúfa þjónustuna um stundarsakir vegna uppfærslna og reksturs á miðlægum búnaði þjónustunnar.
 3. Síminn áskilur sér rétt til þess að krefjast greiðslu ef viðskiptavinur óskar eftir breytingum eða viðbótum á þjónustunni.
 4. Verði Síminn var við að notkun viðskiptavinar feli í sér misnotkun á búnaði eða þjónustu Símans er Símanum heimilt að synja viðskiptavin um þjónustuna um stundarsakir eða til frambúðar.
 5. Ef í ljós kemur að fjöldi símanúmera á SIP-tengingu  er hærri en það hámark sem fjallað er um í gr. 4.1. er Símanum heimilt að gjaldfæra viðskiptavin fyrir þann fjölda samtímasímtala sem hefði tryggt að ekki sé farið yfir hámarkshlutfall notenda á móti samtímasímtölum.

11. Breytingar á skilmálum

 1. Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar í samræmi við Almenna skilmála Símans. Munu slíkar breytingar tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og með sannanlegum hætti.
1.0

2.0

3.0


4.0

5.0

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.