SMS magnsendingar

Skilmálar fyrir SMS magnsendingarþjónustu

1.0

Skilgreiningar

1.1
Eftirfarandi skilgreiningar eru notaðar í skilmálum þessum og fylgiskjölum eftir því sem við á:

- Upplýsingaveitendur eru aðilar, sem vilja senda upplýsingar í gegnum SMS magnsendingarþjónustu Símans.
- Reikningstímabil: Almanaksmánuður
- SMS Magnsendingar: Þjónusta sem gerir áskrifendum kleift að senda upplýsingar í formi SMS skilaboða í gegnum aðgangsstýrða vefsíðu á internetinu.

2.0

Ábyrgð

2.1
ÁBYRGÐ UPPLÝSINGAVEITANDA: Upplýsingaveitandi ber einn og óskorað ábyrgð á:

a) Að öll framkvæmd af hans hálfu sé í samræmi við lög og reglur.
b) Að allt efni sem sent er í gegnum SMS kerfi Símans sé í samræmi við lög og reglur.
c) Að skilaboð séu einungis send úr kerfinu til einstaklinga sem um það hafa beðið sérstaklega (með skráningu) eða eru meðvitaðir um væntanlegar sendingar á annan hátt (sbr. starfsmenn fyrirtækja).
d) Greiðslu til Símans fyrir þjónustu skv. skilmálum þessum.

ÁBYRGÐ SÍMANS: Að tæknileg miðlun upplýsinganna í gegnum SMS kerfi Símans virki, sbr. þó ábyrgðartakmarkanir í 4. gr.

3.0

Almennar takmarkanir á SMS magnsendingum

3.1 FJÖLDI STAFA Í HVERRI MAGNSENDINGU:
Skeyti send með magnSMS kerfinu geta lengst verið 540 stafir.

Ef venjulegt sms skeyti verður lengra en 160 stafir þá sendist það sem mörg skeyti og er hægt að senda allt að 306 stafi í tveimur skeytum og 459 stafi í þremur skeytum og svo framvegis fyrir lengri skeyti (153 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett SMS).

Ef sms skeyti er sent með íslenskum stöfum (sent með unicode stafasetti) sem er lengra en 70 stafir þá komast 134 stafir í tvö skeyti og 201 stafir í þrjú skeyti og svo framvegis fyrir lengri skeyti (67 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett unicode SMS).

AUGLÝSINGAR OG SAMÞYKKI MÓTTAKANDA:
Óheimilt er að nota kerfið til að senda óumbeðið efni í formi SMS. Einnig þarf upplýst samþykki móttakanda að liggja fyrir áður en efni er sent, sbr. C-liður 2. gr. skilmála þessa.

FRAMSAL ÞJÓNUSTUNNAR:
Upplýsingaveitandi má ekki framselja þjónustuna til þriðja aðila.

4.0

Ábyrgðartakmarkanir

4.1
Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna. Bótaábyrgð nær ekki til óbeins tjóns gagnaðila, þ.m.t. rekstrartaps, eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðja aðila að hluta eða öllu leyti.

5.0

Gjaldtaka og innheimta greiðslna

5.1
Upplýsingaveitandi greiðir Símanum fyrir hvert textaskilaboð auk mánaðargjalds í samræmi við gildandi gjaldskrá hverju sinni. Síminn áskilur sér rétt til krefja upplýsingaveitanda um tryggingu (s.s. bankaábyrgðaryfirlýsingu) til að tryggja greiðslur til Símans.

6.0

Lögsaga og lausn ágreiningsmála

6.1
Mál sem rísa kunna milli Símans og upplýsingaveitanda vegna þjónustu samkvæmt skilmálum þessum skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

7.0

Uppsögn og riftun

7.1
Hvor aðili um sig má segja upp samningi þessum skriflega með eins mánaða fyrirvara. Síminn má rifta samningi þegar í stað ef upplýsingaveitandi brýtur í bága 2. gr. Að öðru leyti gilda almennar riftunarreglur íslensks réttar.

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.