Breyting á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri svarhólfs
Þegar breyta á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri er það gert á eftirfarandi hátt.
- Hringja beint í svarhólfsnúmerið 878-xxxx og ýta strax á # .
- Þá er beðið um fjögurra stafa lykilorð. (ef lykilorðinu hefur ekki þegar verið breytt er það 9999)
- Velja 3 til að breyta kveðju. Munið að endurtaka hana ef hún á að heyrast oftar en einu sinni. (Kveðjan má vera að hámarki 60 sekúndur)
- Velja 4 til að breyta lykilorði.
- Fylgja fyrirmælunum sem lesin eru.