Ég vil flytja mig til Símans og er með rafræn skilríki á núverandi SIM-korti. Hvernig virkja ég rafrænu skilríkin á nýja SIM-kortinu frá Símanum?
Ef þú ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið þá geturðu virkjað skilríkin þín heima í stofu. Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og starfsmaður Símans setur ferlið í gang. Ferlið er einfalt. Eina sem þú þarft er tölva, símtækið og gamla og nýja simkortið. Við látum þig svo vita með sms skeyti þegar þú getur byrjað flutninginn.