Er sambandsleysi við þráðlausa netið?

Þráðlaust samband er háð því að lítil eða engin truflun sé á þeirri tíðni sem sambandið vinnur á. Staðsetning beinis og tölvu getur átt hlut í sambandsleysinu. Þráðlaust net er hannað fyrir beina sjónlínu og það er erfitt að ná sambandi á milli hæða eða þegar eitthvað er fyrir, t.d. veggur, sófi eða aðrir hlutir sem geta deyft merkið.

Önnur dæmi um það sem geta truflað sambandið:

  • Þráðlausir símar.
  • Önnur þráðlaus net.
  • Örbylgjuofnar (meðan þeir eru í gangi).
  • Hreyfiskynjarar.

Oft á tíðum geta komið upp vandamál þegar mörg tæki eru að senda frá sér þráðlaust net á sömu tíðninni. Beinar (e. routerar) frá Símanum eru hannaðir til að fylgjast með því á hvaða tíðni er best að vera miðað við önnur tæki en gott er að prófa að breyta um tíðni handvirkt til að bæta netsambandið.

Hægt er að sjá leiðbeiningar hvernig er breytt handvirkt um tíðni í undir „Hvernig skipti ég um rás á þráðlausu neti?“

Skýringarmynd1Skýringarmynd2