Ertu að upplifa myndtruflanir?

Lita- og myndbrengl
Byrjaðu á því að ýta HDMI snúrunni betur inn í sjónvarpið, myndbandstækið, DVD-spilarann og/eða myndlykilinn. Ef ekkert lagast getur verið að HDMI-snúran sé ónýt og þá þarf að endurnýja hana.

Stafrænar truflanir (pixlar)
Hreyfing á snúru og/eða búnaði getur valdið truflunum.

Yfirfarðu snúruna úr myndlykli í beini (e. router). Er eitthvert mar á snúrunni, t.d. vegna núnings við hurð? Athugið að snúran frá beini í vegg má ekki vera lengri en 2 metrar.

Skoðaðu heimatengið/Videobrú (e. Powerline). Ef það er ekki hægt að tengja það beint við vegg þarftu að vera með millistykki. Passaðu að hafa heimatengið fremst á millistykkinu, þ.e. næst rafmagnssnúrunni.

Ef þú ert búin/nn að athuga ofangreind atriði gæti vandamálið verið línan sjálf. Hafðu þá samband við okkur í 550-6000 og við athugum línuna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2