Til að geta notað talhólfið þarf að setja það upp og gera símtalsflutning virkan. Talvél fylgir þér í gegnum talhólfið með einföldum leiðbeiningum. Til að setja upp talhólfið er hringt í 1411 fyrir farsíma- og fastlínunúmer og þá heyrir þú sérstaka kynningu fyrir nýja notendur. Í kynningunni ertu beðin um að velja nýtt lykilnúmer og lesa inn símsvarakveðju.
Nýtt lykilorð
Lykilorðið á að vera fjórir tölustafir.
Símsvarakveðja
Næst lestu inn símsvarakveðjuna þína. Það er sú kveðja sem aðrir heyra sem hringja í talhólfið td „þetta er hjá Jóni, ég er ekki við í augnablikinu“