Uppsetning á talhólfi

Til að geta notað talhólfið þarf að setja það upp og gera símtalsflutning virkan. Talvél fylgir þér í gegnum talhólfið með einföldum leiðbeiningum. Til að setja upp talhólfið er hringt í 1411 fyrir farsíma- og fastlínunúmer og þá heyrir þú sérstaka kynningu fyrir nýja notendur. Í kynningunni ertu beðin um að velja nýtt lykilnúmer og lesa inn símsvarakveðju.

Nýtt lykilorð
Lykilorðið á að vera fjórir tölustafir.

  • Sláðu inn lykilnúmer þitt og þá er nýtt lykilnúmer er lesið upp.
  • Þú slærð inn lykilnúmerið þegar þú hringir úr öðrum síma en talhólfið er tengt við, annars þarf ekki að slá inn lykilnúmer.

Símsvarakveðja
Næst lestu inn símsvarakveðjuna þína. Það er sú kveðja sem aðrir heyra sem hringja í talhólfið td „þetta er hjá Jóni, ég er ekki við í augnablikinu“

  • Símsvarakveðjan þín getur verið allt að 30 sekúndur að lengd.
  • Lestu inn símsvarakveðjuna eftir að hljóðmerkið heyrist og veldu síðan #.
  • Kveðjan er lesin upp. Annaðhvort geymir þú kveðjuna með því að velja # eða velja 1 til að hætta við og taka upp nýja kveðju.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2