Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?

Takmarkanir á gagnamagni Reiki í Evrópu. Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og/eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta. Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift

Skýringarmynd1Skýringarmynd2