Ferðapakkinn er frábær leið til að lækka símakostnað á ferðalögum í N-Ameríku, Asíu, Ástralíu og í Evrópulöndum utan EES, fyrir bæði áskrift og Frelsi.

Þú greiðir daggjald og færð frábær kjör á símtölum, SMS og gagnamagni þegar þú ferðast til neðangreindra landa. Daggjaldið er eingöngu greitt þegar þú ert í útlöndum og notar símann þar.

  • Daggjaldið fyrir Ferðapakka er 950 kr.
  • 500 MB gagnamagn innifalið. Ef 500 MB klárast, kemur sjálfkrafa 500 MB áfylling fyrir 950kr.

Hægt er að skrá sig í Ferðapakka í Appinu, á þjónustuvef og með því að senda textann "ferdapakki" í númerið 1900. Ferðapakkinn virkjast á miðnætti eftir skráningu og daggjaldið gildir fyrir notkun erlendis frá miðnætti til miðnættis að staðartíma.

  • Sendir SMS á 0 kr.
  • Móttekin símtöl á 0 kr.
  • Greiðir 0 kr. í upphafsgjöld símtala til Íslands og allra landa í pakkanum.
  • Greiðir 10 kr. fyrir mínútuna í símtölum til allra landa í pakkanum. Gildir ekki um þjónustunúmer með aukagjaldi innlend eða erlend.

Gildir til eftirfarandi landa