Þú notar innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í útlöndum og ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RE landa. Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar.
Takmarkanir eru á hversu mikið gagnamagn má nota og fer það eftir áskriftarleið. Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,33 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1024 MB kosta 604 kr. Innifalið gagnamagn getur klárast á tvo vegu, með því að klára erlent gagnamagn eða innifalið gagnamagn í áskriftinni.
Ef þú ert í áskriftarleið með engu inniföldu gagnamagni er greitt 0,33 kr fyrir hvert 1 MB sem notað er erlendis.
Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 156 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi.
Sjá lista yfir áskriftir og innifalið gagnamagn í spurningunni
"Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?"
Ávallt er hægt að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu eða með því að hafa samband í Netspjalli eða 550-6000.
Frelsi virkar í útlöndum alveg eins og heima á Íslandi en sú breyting varð á þann 1 mars 2021.
Ef ferðast á til landa utan EES geta viðskiptavinir skráð sig í útlandaþjónustuna Frelsi í Útlöndum. Símnotkun erlendis utan EES er þá greidd eftir á skv. reikiverðskrá.
Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af Reiki í Evrópu.
Hægt er að sjá hversu mikið GB er innifalið í þinni áskrift í verðskrá fyrir farsíma- og netáskriftir.
Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar. Ef þú ert í áskriftarleið með innifaldri notkun, notar þú innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í Reiki í Evrópu löndum og hringir í númer innan Reiki í Evrópu landa. Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 160 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi.
Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið.
Endalausar mínútur og SMS gilda fyrir símtöl á Íslandi, innan EES og frá EES til Íslands. Ef þú ert í Þrennu 25 GB þá geturðu notað 22 GB innan EES landa og ef þú ert í Þrennu 10 GB þá geturðu notað 10 GB innan EES landa. Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 160 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi og þarf að eiga inneign fyrir því. Hægt að kaupa auka gagnamagn sem gildir í EES eða inneign hér eða í Appinu.
Ef þú ferðast til landa utan EES þá þarftu að skrá þig í útlandaþjónustuna Frelsi í útlöndum. Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í þjónustuna.
Nánari upplýsingar um Þrennu og Þrennu í útlöndum er í skilmálum hér.
Takmarkanir á gagnamagni Reiki í Evrópu. Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og/eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta. Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift
Nei. Tífalt fleiri gígabæt eru til afnota á Íslandi.
Reiki í Evrópu gildir eingöngu fyrir símtöl sem eiga sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis. Þjónustan „500 mínútur til útlanda“ gildir fyrir símtöl sem eiga sér stað á Íslandi og til útlanda. Innifaldar mínútur í pakkanum gilda Reiki í Evrópu landa eins og áður.
Hægt er að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu og á þjónustuvefnum. Upplýsingar um hversu mikið gagnamagn er innifalið í reiki í Evrópu má finna í verðskrám.
Já, með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal. Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma.
Þú getur sótt um Netsímann hérna.
iOS
Android