Til að breyta lykilorði á simnets netfangi þarf að skrá sig inn á þjónustuvefinn. Þar er valið efst í stikunni Internet áskrift og Lykilorð að tölvupóst. Smelltu á Nýtt lykilorð og skráðu inn nýtt lykilorð.
Til að skoða simnets netföng þarf að skrá sig inn á þjónustuvefinn. Þar undir Internet áskrift og Þjónustur í boði finnur þú lið sem heitir Tölvupóstur. Smelltu á Tölvupóstur og þá birtast þau netföng sem eru skráð.
Skráðu þig inn á þjónustuvefinn hérna og þú ferð beint inn á síðuna til að breyta netfanginu. Allir hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum.
Á forsíðu siminn.is er innskráning fyrir Vefpóst Símans. Þar slærðu inn netfang og lykilorð.
Ef þú manst ekki netfangið eða lykilorðið getur þú skoðað þær upplýsingar inn á þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang.
Fara á þjónustuvefinn
Í innhólfið fer allur tölvupóstur sem sendur er til þín.
Athugaðu að pósthólfið þitt hefur takmarkaða stærð (venjulega 5 GB) og því er gott að eyða pósti með reglulegu millibili.
Vefpósturinn býður upp á fullkomna netfangaskrá. Til að komast í netfangaskrána smellir þú á flipann Netfangaskrá efst.
Til að búa til nýjan tengilið er smellt á hnappinn Nýr tengiliður uppi í vinstra horninu.
Inni á tengiliðaspjaldið er svo hægt að setja inn ýmsar upplýsingar eins og fornafn, eftirnafn, titil, fyrirtæki, netfang, símanúmer og fleira.
Vefpóstinum fylgir dagatal. Dagatalið er hægt að nýta sér til þess að halda utan um fundi, klippingu og afmælis daga, svo eitthvað sé nefnt, með því að smella á viðeigandi dagsetningu og tíma í dagatalinu og skrá í viðeigandi upplýsinga reiti.
Ef áminning er sett á ber að hafa í huga að hún virkar bara ef notandi er skráður inn á vefpóstinn sinn á þeim tíma sem áminningin verður virk.
Hér er möguleiki á að halda utan um verkefni sem verið er að vinna. Verkefni er skráð með því að smella á Nýtt verkefni, fyllt er í þá valmöguleika sem á að nota og smellt á Vista til að loka. Hægt er að bæta viðhengjum við verkefnið, t.d. Excelskjali, myndbroti, hljóðskrá o.s.frv.
Til að breyta lykilorði á simnets netfangi þarf að skrá sig inn á Þjónustuvefinn. Þar undir Internet áskrift og Þjónustur í boði finnur þú lið sem heitir Tölvupóstur. Smelltu á Tölvupóstur og Nýtt lykilorð og settu inn nýtt lykilorð. Skráðu þig inn á þjónustuvefinn hérna og þú ferð beint inn á síðuna til að breyta netfanginu. Allir hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum.
Opna Mac Mail
Opnið Mac Mail og farið í Mail sem er í valstikunni efst á skjánum og veljið Preferences.
Uppsetning
Þegar komið er inn á stjórnborðssíðuna fyrir pósthólfin er smellt á plúsinn neðst í vinstra horninu.
Veldu tegund póstþjónustu
Þú byrjar á því að velja tegund póstþjónustu, sem er Add other mail account.
Fylltu út upplýsingar
Full name: Það nafn sem birtist þegar þú sendir tölvupóst.
Email Address: @simnet.is notendanafnið þitt.
Password: Lykilorðið fyrir netfangið þitt.
Einnig þarf að skrá:
Settu inn nafn á póstþjóni
Hér er settur inn sá póstþjónn sem á að senda póst út í gegnum.
Stilltu útþjón
Á stillingarsíðu útþjóns skal gera eftirfarandi:
Nú ætti uppsetningu að vera lokið.
Uppsetning
Uppsetningin á Windows Live Mail svipar til eldri útgáfna og fylgir sama viðmótsstaðli og önnur Office forrit.
Nýr aðgangur
Veldu Add til að stofna aðgang.
Bæta við þjónustu
Veldu E-mail Account og því næst Next til að halda áfram.
Fylltu út upplýsingar
Email Address: @simnet.is notendanafnið þitt.
Password: Lykilorðið fyrir netfangið þitt.
Display name: Það nafn sem birtist þegar þú sendir tölvupóst.
Hakaðu síðan í Manually configure server settings
Stillingar fyrir póstþjóna
Server Type: Hérna skal velja IMAP sem þýðir að þú munt enn hafa aðgang að póstgögnum í vefpósthúsi. Það er hægt að velja POP en þá hreinsast pósturinn af póstþjónunum og fer inn á tölvuna.
Þá ætti uppsetningu að vera lokið og hægt að senda og sækja póst.
Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar fyrir outlook 2019 og 2016.
Næst þarf að fylla inn upplýsingar fyrir póstþjón.
Nú ætti uppsetningu að vera lokið.
Opnaðu Outlook
Opnaðu Outlook 2016 og veldu File og síðan Add account.
Uppsetning
Veldu Manual setup or additional server types og Next. Næst er hakað við Pop or IMAP og síðan aftur Next.
Fylltu út upplýsingar
Hakaðu í Automatically test account settings og veldu More settings.
Póstþjónn
Næst er skrifað postur.simnet.is í Incoming mail server og Outgoing mail server. Velja OK.
Prófun
Veldu Next og athugaðu hvort það koma ekki upp græn hök eins og myndin sýnir og veldu Close.
Uppsetningu lokið
Veldu Finish og þá er uppsetningu lokið.
Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst:
Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn. Allir viðskiptavinir hafa aðgang en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skoða lykilorð á þjónustuvefnum.
Opna Mail
Í valmynd símans velur þú skjátáknið fyrir Mail, og því næst tegund pósthólfsins sem á að setja upp. Í þessu tilviki notum við @simnet.is netfang, þannig að við veljum Other.
Stillingar
Sláðu netfangið þitt inn í Email address reitinn og lykilorðið í Password og veldu því næst Manual Setup til að setja inn stillingar. Byrjaðu á því að finna efsta valmöguleikann POP og breyttu honum í IMAP.
Upplýsingar um póstþjón
Fylltu formið út á eftirfarandi hátt:
Svo skaltu velja Next.
Nú þarftu að fylla út Outgoing server settings. Í Android er default stilling fyrir Port Number 25, en fyrir Simnets netföng er Outgoing Port Number 587. Í SMTP server skaltu setja postur.simnet.is og velja því næst Next.
Lokið við uppsetningu
Í reitinn Account Name skaltu slá inn það heiti sem þú vilt gefa pósthólfinu þínu og nafið sem þú vilt að birtist þegar þú sendir póst undir Your name. Smelltu svo á Finish Setup.
Nú ætti pósthólfið hjá þér að opnast ef allar stillingar hafa verið rétt uppsettar.
Pósthólfið opnað
Til að opna pósthólfið er smellt á skjátáknið á forsíðu símtækisins.
Viltu setja upp fleiri netföng
Ef þú vilt hafa fleiri netföng uppsett á símtækinu endurtekur þú ferlið hér að ofan.
Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst:
Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn. Allir viðskiptavinir hafa aðgang en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skoða lykilorð á þjónustuvefnum.
Opna Settings
Í upphafsvalmynd símans er skjátákn fyrir Settings. Þar er valið Mail, Contacts, Calendars eða Accounts & Passwords en það fer eftir útgáfu kerfisins hvað valmöguleikinn heitir.
Velja tegund netfangs
Veldu Add Account. Því næst er að ákveða hvaða tegund af netfangi þú ert að fara að setja upp t.d. Gmail, Yahoo, Exchange eða jafnvel ekkert af þessu. Í þessu dæmi ætlum við að setja upp @simnet.is netfang og þar með veljum við Other.
Stillingar
Veldu Add Mail Account og fylltu út formið.
Póstþjónar
Fylltu formið út á eftirfarandi máta:
Smelltu á Next og þá er uppsetningu lokið.
Nálgast póstinn
Til að opna póstinn þinn, skaltu velja Mail skjátáknið sem er í aðalvalmynd símans og síðan það pósthólf sem þú ætlar að skoða.
Viltu setja upp fleiri netföng?
Ef þú vilt hafa mörg netföng uppsett á símtækinu þá endurtekur þú bara ferlið hér að framan.