Netvarinn er öflugt tæki sem útilokar óæskilegt efni á netinu og er góð viðbót við vírusvarnir og öryggisforrit. Hann nær ekki til allra vefsíðna og vinnur hann því best með öðrum vörnum líkt og foreldrastýringu, hugbúnaðarstýringu, eldveggjum og vírusvörnum.
Sækir Netvarann á þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir okkar hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum við innskráningu.
Netvarinn virkar miðlægt á allan búnað sem tengist neti heimilisins eða í gegnum t.d. 3G/4G netbeini. Svarið er því nei, ef tölvurnar tengjast sama neti.
Netvarinn kostar ekkert aukalega og býðst öllum viðskiptavinum okkar með Internetáskrift.
Á þjónustuvefnum getur þú stillt Netvarann, allir viðskiptavinir hafa aðgang.
Fara á þjónustuvefinn
Talaðu við okkur á Netspjallinu og við komum óskum þínum á framfæri. Við erum mjög ánægð með það þegar viðskiptavinir okkar senda ábendingar um slíkar síður.
Netvarinn - sía 1
Sía 1 lokar fyrir síður sem innihalda barnaklám, njósnaforrit og vefi sem villa á sér heimildir eða sem gætu stolið persónuupplýsingum.
Netvarinn - sía 2
Lokar fyrir efni sem skilgreint er í síu 1. Útilokar klámfengið efni, upplýsingar um eiturlyf, fjárhættuspil, efni sem inniheldur hatur, kynþáttafordóma, smekkleysu, ofbeldi eða ólöglegt efni.