Tækjaáskrift er tilvalin ef þú ert t.d. með öryggishlið og/eða öryggiskerfi. Innifalin eru 100 MB á mánuði og kostar 450 kr. á mánuði.
Þú getur pantað Tækjaáskrift með því að hafa samband við þjónustuverið okkar í síma 5506000 eða á Netspjallinu.
Þú getur leitað eftir stað á dreifikerfiskortinu okkar.
Hérna í vefverslun okkar getur þú keypt búnað. Einnig getur þú tekið 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fengið aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn. Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi. Sjónvarp Símans appið er svo aldrei langt undan í snjalltækjunum.
Myndlykillinn aðlagar myndgæðin eftir því hversu hröð nettengingin er. Ef hraði fer niður á tengingunni þá minnka gæðin í kjölfarið, eins ef hraðinn eykst aukast gæðin á útsendingunni. Yfir gott netsamband getur streymið verið að nota allt að 2 GB af gagnamagni á klukkustund. Það er því mikilvægt að vera með rétta áskrift á netbúnaðinum.
Við mælum með að fylgjast vel með gagnamagnsnotkun þinni og breyta áskriftum ef þess þarf. Við mælum með því að tengja myndlykilinn í gegnum 4G búnað eins og 4G router eða slíkt, hægt er að skoða úrvalið sem er í boði hjá Símanum í vefverslun okkar.
Myndlykillinn styður Dolby hljómgæði, framleitt samkvæmt leyfi frá Dolby Laboratories. Dolby, Dolby Audio og tvöfalda D-táknið eru vörumerki Dolby Laboratories.