Þrenna er mánaðarleg áfylling í Frelsi. Fyrir fast verð í hverjum mánuði fást endalaus símtöl í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð farsímakerfi. SMS eru það sömuleiðis. Með Þrennu velur þú annað hvort 10 (þar af hægt að nota 10 GB innan EES landa) eða 25 GB (þar af hægt að nota 22 GB innan EES landa). Einnig færist ónotað gagnamagn yfir á næsta mánuð og safnast upp.
Í Þrennu hjá Símanum eyðist gagnamagnið ekki í lok mánaðar heldur færist yfir á næsta mánuð og safnast upp – Safnamagn. Þú getur safnað allt að 250 GB. Þú borgaðir fyrir gagnamagnið og þú átt það.
Safnamagn
Þrenna er áfylling í Frelsi sem innifelur Endalausar mínútur og sms í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð farsímakerfi.
Fyrir aðra notkun eins og símtöl og sms í upplýsingaveitur, símatorg, í erlend símanúmer, símastyrkir og kosningar er keypt inneign á frelsið fyrir fasta upphæð. Inneignir eru frá 1.000kr – 5.000 kr. Greitt er svo fyrir notkunina samkvæmt gjaldskrá.
Þú getur alltaf fylgst með allri notkun í Símaappinu.
Já. Það er hægt að vera með Þrennu, bæði 10 GB og 25 GB (verður 100 GB og 250 GB með 10x) . Þrennu símanúmer sem skráð eru fá aukalega áfyllingu í hverjum mánuði. Uppsafnað gagnamagn á milli mánaða getur mest verið 250 GB eða:
Safnamagnið i Þrennu, þ.e. 10 GB eða 25 GB sem eru innifalin í Þrennu safnast upp.
GB sem bætt er við vegna 10x safnast ekki upp.
Símanúmer sem skráð eru fá 10x fleiri gígabæt strax. Til upplýsingar er sent SMS þegar það gerist. 10x fleiri gígabæt gilda alltaf fyrir allan mánuðinn. Það þýðir að þegar númerið er skráð gildir það frá síðustu mánaðarmótum, þ.e. þann 1. þess mánaðar.