Aðstoðarsíður / Farsími

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir farsíma.
Veldu undirflokk
+
Velja
+

Hvaða lönd eru innifalin í Ferðapakkanum?

Útlönd

Eftirfarandi lönd eru hluti af Ferðapakkanum en þú getur sótt um hann hérna á Þjónustuvefnum.

 • Andorra
 • Aserbaídsjan
 • Ástralía
 • Bandaríkin
 • Bangladess
 • Ekvador
 • El Salvador
 • Grænland
 • Guernsey
 • Gvatemala
 • Hong Kong
 • Isle of Man
 • Ísrael
 • Japan
 • Jersey
 • Kanada
 • Kasakstan
 • Kína
 • Malasía
 • Mjanmar
 • Níkaragúa
 • Panama
 • Rússland
 • Srí Lanka
 • Suður Afríka
 • Suður Kórea
 • Svartfjallaland
 • Sviss
 • Taíland
 • Taívan
 • Tyrkland
 • Úkraína
 • Indland
 • Emirates
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Ferðapakkinn og hvernig virkar hann?

Útlönd

Ferðapakkinn er frábær leið til að lækka símakostnað á ferðalögum í Asíu, Ástralíu, N-Ameríku, S- Ameríku, Afríku og í Evrópulöndum utan EES eins og Rússlandi, fyrir bæði áskrift og Frelsi. Þú sækir um Ferðapakkann hérna á Þjónustuvefnum.

Ódýrari símtöl í útlöndum
Þú greiðir aðeins 10 kr. fyrir mínútuna í símtölum til allra landa í pakkanum. Fyrir símtöl til landa utan pakkans gildir verðskrá viðkomandi lands sem hringt er frá. Gildir ekki um þjónustunúmer með aukagjaldi innlend eða erlend.

Engin upphafsgjöld
Þú greiðir engin upphafsgjöld, hvorki til Íslands, né annara landa sem eru í pakkanum.

Sendir SMS og móttekur símtöl á 0 kr.
Sendu eins mörg SMS og þú vilt í útlöndum. Það er innifalið í pakkanum.

Fyrstu 3 MB innan dags eru á 0 kr.
Daggjaldið er ekki greitt ef notkun innan dagsins er undir 3 MB.

500 MB gagnamagn innifalið
Í Ferðapakkanum eru 500 MB innifalin á dag. Ef 500 MB klárast, kemur sjálfkrafa 500 MB áfylling og aftur er greitt daggjald.

Gagnakort
Gagnakort geta líka notað MB í Ferðapakkanum. Gagnakort,  Fjölskyldukort og öll númer sem samnýta gagnamagn í einni farsímaáskrift, samnýta einnig Ferðapakkann.

Þegar að þú hefur skráð þig í Ferðapakkann virkjast hann um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu. Hægt er að skrá sig í Ferðapakka á Þjónustuvef Símans, í appi Símans og með því að senda sms-ið ferdapakki í 1900.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að fá Ferðapakka á Krakkakort?

Útlönd

Hægt er að nota Krakkakort og Frelsi erlendis. Það er gert með því að fara inn á Þjónustuvef og skrá Krakkakortið í áskriftarleiðina „Frelsi í útlöndum“. Það sem gerist þá er að erlenda notkunin er gjaldfærð á foreldrið sem er skráð fyrir aðalnúmerinu. Eftir að hafa skráð Krakkakortið í Frelsi í útlöndum er hægt að skrá símanúmer Krakkakortsins í Ferðapakkann.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með Ferðapakka. Hvernig virkar Reiki í Evrópu?

Útlönd

Ferðapakkinn gildir ekki í Reiki í Evrópu löndum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Internetstillingar

Stillingar

Athugið að þegar Internet stillingar hafa verið uppsettar gæti þurft að stilla vafra símans til að nota þá tengingu (Siminn Internet).

 • Nafn aðgangsstaðar (APN): internet
 • Heimasíða (ef stutt af handtæki): http://m.siminn.is
 • IP tala vefsels (proxy) (á ekki við um Android, iPhone og Windows)
 • Port númer vefsels (proxy) (á ekki við um Android, iPhone og Windows)
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Stillingar fyrir streymi

Stillingar

Stillingar fyrir streymi eru fyrir margmiðlunarefni (hljóð og mynd) sem streymt er í símann, t.d. YouTube myndbönd eða sjónvarp í símann.

Heiti tengingar: Nafn aðgangsstaðar (APN)

Síminn MMS: internet

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Pin lás á SIM kort

Stillingar

Leiðbeiningar fyrir Android

 • Opna stillingar/settings og smella á meira/more.
 • Smella á Öryggi/Security.
 • Fletta niður og smella á Setja upp SIM korta lás/"Set up SIM card lock".
 • Haka í Læsa SIM korti/"Lock SIM card" og smella svo á Breyta PIN númeri SIM korts/"Change SIM PIN".Þarna er svo valið 4 stafa PIN númer.

Leiðbeiningar fyrir Apple iOS

 • Smellið á "Settings".
 • Þar er valið "Phone".
 • Síðan velur þú "SIM PIN".
 • Þarna er svo kveikt á "SIM PIN" með því að velja annað hvort "Enable/Disable SIM PIN".
 • Smellið svo á "Change PIN" til þess að velja nýtt "PIN" númer.

Leiðbeiningar fyrir Blackberry

 • Á heimaskjá er smellt á Options.
 • Smellið svo á Device > Advanced System Settings > SIM Card.
 • Smellið á "Blackberry" takkann og svo á > Enable Settings.
 • Þarna sláið þið inn PIN númerið sem þið viljið.
 • Að lokum er smellt á "til baka" takkann.

Leiðbeiningar fyrir Windows

 • Í start smellið þið á síma íkon > More ... > Call settings.
 • Velið SIM security.
 • Þarna eruð þið svo beðin um að velja PIN númer fyrir kortið.
 • Þarna sláið þið inn PIN númerið sem þið viljið.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Þarf ég nýtt SIM-kort til að virkja Rafræn skilríki?

Rafræn skilríki

Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf SIM-kortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur athugað hvort SIM-kortið þitt styðji rafræn skilríki hér.
Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki komdu þá við í næstu verslun Símans og við græjum það fyrir þig. Ef þú hefur ekki tök á að kíkja á okkur þá getur þú einnig haft samband við Þjónustuver Símans í 800-7000 og við sendum nýtt SIM-kort til þín.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig virkja ég Rafræn skilríki?

Rafræn skilríki

Komdu við í næstu verslun Símans og við virkjum þau fyrir þig í samstarfi við Auðkenni. Þú getur einnig farið í bankann þinn og virkjað skilríkin þar.
Mundu að hafa vegabréf eða ökuskírteini meðferðis.

Ef þú ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið þá geturðu virkjað skilríkin þín heima í stofu. Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og starfsmaður Símans setur ferlið í gang. Ferlið er einfalt. Eina sem þú þarft er tölva, símtækið og gamla og nýja simkortið. Við látum þig svo vita með sms skeyti þegar þú getur byrjað flutninginn. 

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar að nota Rafræn skilríki?

Rafræn skilríki

Það kostar ekkert fyrir viðskiptavini Símans að nota rafræn skilríki innanlands. Notkun rafrænna skilríkja erlendis fylgir verðskrá Símans fyrir sms reikinotkun eins og hún er hverju sinni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Virka Rafræn skilríki í öllum farsímum?

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki virka í nær öllum tegundum farsíma, bæði gömlum og nýjum farsímum óháð stýrikerfi. Það eru þó nokkrir vandræðagemsar en hægt er að nálgast lista yfir þá hér.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað gerist með Rafrænu skilríkin ef ég fæ nýtt SIM-kort?

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki í farsímanum eru alltaf bundin SIM-kortinu en ekki símanúmerinu. Ef þú glatar SIM-kortinu þínu eða færð nýtt SIM-kort þá þarftu að virkja rafrænu skilríkin aftur. Hægt er að virkja rafræn skilríki í næstu verslun Símans og ef þú hefur ekki tök á að kíkja á okkur þá getur þú einnig haft samband við Þjónustuver Símans í 800-7000 og við sendum nýtt SIM-kort til þín.

Ef þú ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið þá geturðu virkjað skilríkin þín heima í stofu. Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og starfsmaður Símans setur ferlið í gang. Ferlið er einfalt. Eina sem þú þarft er tölva, símtækið og gamla og nýja simkortið. Við látum þig svo vita með sms skeyti þegar þú getur byrjað flutninginn. 

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvort er ódýrara að hringja eða taka á móti símtölum í útlöndum?

Útlönd

Þegar þú ert í útlöndum er í flestum tilfellum ódýrara að móttaka símtöl að heiman heldur en að hringja heim. Enda þótt þú greiðir fyrir móttekið símtal erlendis þá er gjaldið lægra en þegar þú hringir heim. Mikilvægt er að kynna sér hvort viðbótargjald bætist við móttekin símtöl hjá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar að hringja í annan íslenskan farsíma sem líka er í útlöndum?

Útlönd

Ef hringt er úr einum íslenskum farsíma í annan í útlöndum greiðir sá sem hringir fyrir símtal innanlands, alveg eins og ef viðkomandi sem hringt er í sé staddur á Íslandi.

Sá sem hringt er í og er staddur erlendis greiðir fyrir móttekið símtal samkvæmt verðskrá fyrir viðkomandi land. Alltaf er hægt að fletta upp verðskrá hvers lands hérna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar að senda myndir eða video í útlöndum?

Útlönd

Þegar MMS skilaboð eða myndir eru sendar á samfélagsmiðla erlendis þá er um gagnanotkun að ræða og slíkt getur verið kostnaðarsamt ef skeytin eru stór. Hægt er að senda MMS skilaboð til útlanda ef móttakandinn er með íslenskt númer. Ekki er hinsvegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Greiði ég fyrir notkun á talhólfinu mínu á meðan ég í útlöndum?

Útlönd

Já og gott sparnaðarráð er að aftengja talhólfið áður en þú ferð til útlanda. Ástæðan er sú að þú greiðir fyrir símtöl sem enda í talhólfinu þínu eins og um móttekin símtöl sé að ræða þegar þú ert erlendis.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða verðskrá gildir um borð í ferjum á borð við Smyril?

Útlönd

Ef ferðast er með ferju/skemmtiferðaskipi er yfirleitt um tvo kosti að ræða ef viðskiptavinir vilja nýta sér símaþjónustu um borð:

 1. Að tengjast wifi um borð eða
 2. að reika, þ.e. að hafa kveikt á roaming og nota reikisamninga Símans.

Við mælum með að viðskiptavinir kynni sér verðskrá hvers skips fyrir notkun á wifi um borð. Síminn sendir viðskiptavinum SMS skeyti með upplýsingum um hvað kostar að nota símann ef kveikt er á roaming. Við mælum alltaf með að viðskiptavinir hafi slökkt á roaming þar sem mjög dýrt er að nota símann í reiki úti á hafi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er gagnanotkun erlendis innifalin í áskriftinni minni?

Útlönd

Gagnanotkun erlendis er almennt ekki innifalin í farsímaáskriftum heldur er greitt sérstaklega fyrir hana. Reiki í Evrópu lönd eru þó undanskilin og borgar sig að skoða verðskrár fyrir útlönd þar sem það gæti verði hagstæðara að kaupa Ferðapakkann.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er þak á gagnanotkun í útlöndum?

Útlönd

Vegna kostnaðar sem getur hlotist af því að fara á netið í símanum erlendis er þak á slíkri notkun. Þakið á notkuninni er þrepaskipt og ættir þú að fá SMS skilaboð þegar 80% af því er náð, nema óskað hafi verið eftir öðru.

Hafa ber þó í huga að upplýsingar um gagnanotkun geta verið allt að einnar klukkustundar gamlar þegar þær berast og því möguleiki að reikningur verði hærri en sem nemur þak upphæð. Lokað verður fyrir gagnanotkun þegar eftirfarandi þrepum er náð:

Fyrsta þrep 7.200 kr.
Annað þrep 20.000 kr.
Eftir það er þakið hækkað í 30.000 kr., 45.000 kr og svo framvegis í 15.000 króna þrepum.

Hægt er að hækka þakið með því að hringja í þjónustuver Símans eða senda SMS í númerið 1900 með textanum REIKI. Ekki er hægt að opna fyrir ótakmarkaða reikinotkun, en mögulegt er að festa þak fyrir netnotkun í símanum í ákveðinni upphæð með því að hringja í þjónustuver eða koma í einhverja af verslunum Símans.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég notað netlykla í útlöndum?

Útlönd

Vegna kostnaðar við gagnanotkun erlendis þurfa viðskiptavinir með netlyklaáskrift (eftirágreidda þjónustu) að óska sérstak­lega eftir því að láta opna fyrir notkun. Öll skilaboð munu berast í hugbúnaðinn sem fylgir netlyklinum. Hægt er að hringja í þjónustu­ver, fyrirtækjaráðgjöf eða fara í verslun Símans og láta opna fyrir möguleika á notkun erlendis.

Við mælum með því að þú kannir hvort hægt sé að kaupa fyrirframgreitt NetFrelsi í því landi sem þú dvelur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða stillingum þarf að huga að í útlöndum?

Útlönd

Margir snjallsímar eru stilltir þannig að þeir sækja reglulega töl­vupóst og GPS staðsetningu yfir Internetið. Í reiki getur verið gott að breyta þessum stillingum til að forðast óþarfa kostnað.

Símar sem hafa innbyggt GPS notast yfirleitt við stutt GPS (e. aGPS eða AGPS) sem þýðir að ef GPS er notað, fer síminn á Internetið (2G/3G) til að finna hvar hann er og fá nákvæmari staðsetningu. AGPS hraðar til muna ferlinu sem tekur að fá staðsetningu en getur líka verið mjög kostnaðarsamt í reiki.

Hægt er að slökkva á þessari virkni (AGPS) og nota eingöngu hrátt GPS, sem talar beint við GPS tunglin. Sé það ekki gert, notar GPS virknin Inter­ nettenginguna með tilheyrandi gagnamagni og kostnaðarálagi.

Við mælum með að slökkt sé á hringiflutningi í talhólf eða önnur númer.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða lönd eru hluti af Reiki í Evrópu (innan EES) ?

Útlönd EES

Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af Reiki í Evrópu.

Austurríki
Belgía
Búlgaría
Króatía
Kýpur
Tékkland
Danmörk
Eistland
Finnland
Frakkland
Þýskaland
Gíbraltar
Grikkland
Ungverjaland
Írland
Ítalía
Lettland
Liechtenstein
Litháen
Lúxemburg
Malta
Holland
Noregur
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð
Bretland
Færeyjar
Gvadelúp
Saint Martin
Saint Barthélemy
Martiník
Franska Gvæjana
Réunion
Mayotte

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er í Frelsi/Krakkakort. Hvernig virkar Reiki í Evrópu?

Útlönd EES

Frelsi virkar í útlöndum alveg eins og heima á Íslandi en sú breyting varð á þann 1 mars 2021.

Ef ferðast á til landa utan EES geta viðskiptavinir skráð sig í útlandaþjónustuna Frelsi í Útlöndum. Símnotkun erlendis utan EES er þá greidd eftir á skv. reikiverðskrá.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með áskrift að 500 mín til útlanda. Hefur Reiki í Evrópu áhrif á það?

Útlönd EES

Reiki í Evrópu gildir eingöngu fyrir símtöl sem eiga sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis. Þjónustan „500 mínútur til útlanda“ gildir fyrir símtöl sem eiga sér stað á Íslandi og til útlanda. Innifaldar mínútur í pakkanum gilda Reiki í Evrópu landa eins og áður.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er í farsímaáskrift. Hvernig virkar Reiki í Evrópu?

Útlönd EES

Þú notar innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í útlöndum og ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RE landa. Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar.

Takmarkanir eru á hversu mikið gagnamagn má nota og fer það eftir áskriftarleið. Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1024 MB kosta 604 kr. Innifalið gagnamagn getur klárast á tvo vegu, með því að klára erlent gagnamagn eða innifalið gagnamagn í áskriftinni.

Ef þú ert í áskriftarleið með engu inniföldu gagnamagni er greitt 0,59 kr fyrir hvert 1 MB sem notað er erlendis.

Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 156 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi.

Dæmi:
Viðskiptavinur er í 10 GB áskrift. Þar af má nota að hámarki 7 GB erlendis.
Ef 7 GB eru kláruð er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert MB umfram það.

Viðskiptavinur er í 10 GB áskrift. Þar af má nota að hámarki 7 GB erlendis. Viðskiptavinur hefur notað 7 GB áður en hann fer erlendis. Ef 3 GB eru kláruð og þar með öll 10 GB í áskriftinni er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert MB umfram það.

Sjá lista yfir áskriftir og innifalið gagnamagn í spurningunni
"Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?"

Ávallt er hægt að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu eða með því að hafa samband í Netspjalli eða 8007000.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er í Þrennu. Hvernig virkar Reiki í Evrópu?

Útlönd EES

Viðskiptavinir í Þrennu geta notað símann sinn í EES löndum Evrópu alveg eins og heima á Íslandi en sú breyting varð á þann 1 mars 2021. Endalausar mínútur og sms gilda fyrir símtöl á Íslandi, innan EES og frá EES til Íslands. Innifalið gagnamagn gildir einnig í EES alveg eins og á Íslandi en í takmarkaðan tíma verða engin takmörk sett á netnotkun í EES löndum. Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 160 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi og þarf að eiga inneign fyrir því.

Einfalt er að fylla á frelsið og fylgjast með notkuninni í Appinu .

Ef viðskiptavinir ferðast til landa utan EES nota þeir útlandaþjónustuna Frelsi í útlöndum. Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í þjónustuna.

Nánari upplýsingar um Þrennu og Þrennu í útlöndum er í skilmálum hér.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er að fara til útlanda. Þarf ég að gera eitthvað til þess að virkja Reiki í Evrópu?

Útlönd EES

Nei það er sjálfvirkt virkt.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar mig að hringja í farsíma innan Reiki í Evrópu ef ég er í Reiki í Evrópu landi? (ekki á Íslandi)

Útlönd EES

Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar. Ef þú ert í áskriftarleið með innifaldri notkun, notar þú innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í Reiki í Evrópu löndum og hringir í númer innan Reiki í Evrópu landa. Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 160 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi.

Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið.


Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?

Útlönd EES

Takmarkanir á gagnamagni Reiki í Evrópu. Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og/eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta. Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Fást 10x fleiri gígabæt í Reiki í Evrópu (e. Roam like home)?

Útlönd EES

Nei. Tífalt fleiri gígabæt eru til afnota á Íslandi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Krakkakort?

Aukakort

Fyrir utan hefðbundið Frelsi þá mælum við með Krakkakorti. Krakkakortin er hugsuð fyrir börn yngri en 18 ára og kosta ekkert aukalega. Börnin geta hringt og sent SMS endalaust innanlands og fá 2 GB en auðvelt er að bæta við gagnamagni.

Krakkakort eru í boði ef þú ert í 20 GB farsímaáskrift eða stærri. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort.  Panta Krakkakort hérna.

Ef þú ert með barn eldri en 18 ára þá mælum við með ÞRENNU. Sjá nánar um ÞRENNU hérna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig fæ ég Krakkakort?

Aukakort

Ef barnið þitt er nú þegar með Frelsiskort hjá Símanum getur þú klárað skráningu á Krakkakorti á þjónustuvefnum. Hafðu samband við okkur í 800 7000 ef þig vantar Frelsisnúmer frá Símanum eða vilt flytja númerið þitt yfir til okkar.

Til að virkja Krakkakortið þarftu að skrá þig inn á Þjónustuvefinn. Bæta við Krakkakorti

Athugið að Frelsisnúmerið verður að vera skráð á barnið þitt áður þú skráir númerið sem Krakkakort.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig skrái ég Frelsisnúmer á barnið mitt?

Aukakort

Ef barnið þitt (18 ára og yngri) er ekki skráð fyrir Frelsisnúmerinu er hægt að fara á þjónustuvefinn og skrá númerið.  Í þessu tilfelli verður þú að fara inn á þjónustuvefinn með Frelsisnúmerinu eða Krakkakortinu (s.s. ekki inn á þinn aðgang) og færðu þá lykilorðið sent sem SMS í númerið.

Skrá Frelsisnúmer

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig fylgist ég með notkuninni á Krakkakortinu?

Aukakort

Bæði foreldri og barn geta fylgst með notkuninni á Krakkakortinu.  Barnið getur náð í Símaappið og skráð sig inn með sínu símanúmeri. Foreldrar geta farið inn á sinn þjónustuvef og tengt númerið við sinn aðgang. Þannig geta foreldrar fylgst með notkuninni og fyllt á númerið til dæmis auka gagnamagn.  Athugaðu að hafa símann með Frelsisnúmerinu við höndina þar sem SMS verður sent í símann með staðfestingarnúmeri.

Tengja frelsisnúmer við innskráðan notanda

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Barnið mitt þarf meira en 2 GB. Hvað geri ég?

Aukakort

Sum börn nota meira en 2 GB í mánuði. Þú getur alltaf keypt aukagagnamagn fyrir Frelsi og Krakkakort á þjónustuvefnum, stillt reglulegar eða sjálfvirkar áfyllingar.
Kaupa gagnamagn
Reglulegar áfyllingar
Dæmi, ef valið er 5 GB, þá fyllast 5 GB aukalega í hverjum mánuði.
Sjálfvirkar áfyllingar í Frelsi virka þannig að þegar einungis 200 MB eru eftir af gagnamagninu, þá er sjálfkrafa fyllt á.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig tengi ég Krakkakortið við þjónustuvefinn minn?

Aukakort

Foreldrar geta farið inn á sinn þjónustuvef og tengt númerið við sinn aðgang. Þannig er hægt að fylgjast með notkuninni og fyllt á númerið t.d. keypt auka gagnamagn.  Athugaðu að hafa símann með Frelsisnúmerinu við höndina þar sem SMS verður sent í símann með staðfestingarnúmeri.

Tengja frelsisnúmer við innskráðan notanda

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hver er munurinn á Fjölskyldukorti og Krakkakorti?

Aukakort

Fjölskyldukort deila gagnamagni með Endalausum. Viðskiptavinir sem eru með Fjölskyldukort hafa því mun meira gagnamagn. Krakkakort eru Frelsiskort með endalausum mín og sms um. Í hverjum mánuði er svo fyllt á frelsið með 2 GB áfyllingu. Um Krakkakort gilda almennir skilmálar fyrir Frelsi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég er með Tvíburakort , er hægt að hringja í upplýsingaveitur með Krakkakorti?

Aukakort

Lokað er fyrir hringingar í upplýsingaveitur og þjónustunúmer með gjaldi .

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég farið umfram gagnamagnið?

Aukakort

Þar sem Krakkakort er Frelsiskort er hægt að fylla á gagnamagnið með hefðbundinni Netfrelsis áfyllingu og þannig stýra hversu mikið gagnamagn fylgir Krakkakortinu.


Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kosta Aukakort?

Aukakort
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að fá 10x fleiri gígabæt fyrir Krakkakort?

Aukakort

Nei. Þetta er ekki fyrir Krakkakort. 10x er einungis fyrir greiddar þjónustur í föstum mánaðarlegum greiðslum. Þess vegna er Þrenna eina frelsisvaran sem hægt er að skrá í 10x fleiri GB.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Af hverju get ég ekki skráð Fjölskyldukort í 10x?

Aukakort

Ekki þarf að skrá sérstaklega aukakort eins og Fjölskyldukort og Gagnakort. Þau deila núna 10x meira gagnamagni með sínu Aðalnúmeri eins og áður.


Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Af hverju get ég ekki skráð Gagnakort í 10x?

Aukakort

Ekki þarf að skrá sérstaklega aukakort eins og Fjölskyldukort og Gagnakort. Þau deila núna 10x meira gagnamagni með sínu Aðalnúmeri eins og áður.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég er með Tvíburakort og fæ sent SMS, í hvorn símann fæ ég skeytið?

Aukakort

SMS eru eingöngu aðgengileg í aðalsímanum og flytjast ekki á milli símtækja

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég er með Tvíburakort, hvernig virkar að fá símtöl?

Aukakort

Ef ekki er svarað í aðalsímann þá flyst hringingin í aukasímann, eins og um venjulegan hringiflutning sé að ræða. Ef ekki er svarað í aukasímann þá flyst símtalið í talhólf. Eitt talhólf fylgir þjónustunni þó að tvö kort liggi á bak við.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég er með Tvíburakort , er sendur einn reikningur fyrir notkun á báðum símunum?

Aukakort

Aðalsíminn og aukasíminn verða að vera skráðir á sömu kennitölu en hægt er að setja notkunina á sitthvorn reikninginn.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég er með Tvíburakort , get ég sótt um sérþjónustur á aukasímann?

Aukakort

Læsingar og aðrar sérþjónustur speglast af aðalsímanum yfir á aukasímann.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég er með Tvíburakort , er lokað á báða símana ef reikningar fara í vanskil?

Aukakort

Já, lokun virkar á báða símana.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að hringja kollekt úr aukasímanum?

Aukakort

Nei, það er ekki hægt að nota kollektþjónustu úr aukasímanum en hægt er að nýta þær þjónustur úr aðalsímanum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með síma og tölvu, get ég fengið Tvíburakort?

Aukakort

Nei, Tvíburakort virka bara á símtæki. Ef þú ert með síma og spjaldtölvu þá borgar sig frekar að fá sér Aukakort.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sé ég notkun, breyti áskrift og sæki um aukaþjónustu?

Farsímaáskrift

Á þjónustuvefnum og með Símaappinu getur þú breytt áskriftinni þinni og sótt um aukaþjónustur t.d. númeraleynd og númerabirtingu. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Fara á Þjónustuvefinn

Sækja Símaappið fyrir Android stýrikerfi

Sækja Símaappið fyrir iOS stýrikerfi

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvert get ég leitað vegna símaónæðis?

Farsímaáskrift

Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað get ég gert ef síminn er týndur eða hefur verið stolið?

Algengar spurningar

Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast, þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans og tilkynna það. Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila. Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum, þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans. Leitin kostar 4.900 kr. Við leitum eingöngu af símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig fæ ég 10x fleiri GB með farsímaáskriftinni minni?

Farsímaáskrift

Viðskiptavinir með Heimilispakka og farsímanúmer í ákveðnum áskriftarleiðum hjá Símanum býðst að fá 10x fleiri gígabæt fyrir fjölskylduna til að nota á 4G neti Símans.

Símanúmer sem skráð eru fá 10x fleiri gígabæt strax. Til upplýsingar er sent SMS þegar það gerist. 10x fleiri gígabæt gilda alltaf fyrir allan mánuðinn. Það þýðir að þegar númerið er skráð gildir það frá síðustu mánaðarmótum, þ.e. þann 1. þess mánaðar.

Skrá númer í 10x á þjónustuvefnum

Sækja Símaappið fyrir Android stýrikerfi

Sækja Símaappið fyrir iOS stýrikerfi

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Reiki í Evrópu- Netnotkun

Útlönd EES

Hægt er að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu og á þjónustuvefnum. Upplýsingar um hversu mikið gagnamagn er innifalið í reiki í Evrópu má finna í verðskrám.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Stillingar fyrir myndskilaboð (MMS)

Stillingar

Myndskilaboð (MMS)MMS stillingar eru fyrir myndskilaboð sem hægt er að senda á milli farsíma og yfir í tölvu. Einnig er hægt að senda texta, hljóð og/eða myndskeið. Símtækið þarf að styðja GPRS og MMS. Sendandi og móttakandi verða að hafa MMS-stillingar í símanum sínum til að móttaka skeytið. Einnig er hægt að senda MMS á netfang.

Stillingar

Ef þú lendir í vandræðum með að senda eða móttaka myndskilaboð er líklegasta skýringin að þig vanti stillingar í símann. Hægt er að sækja með einni aðgerð stillingar fyrir internetnotkun, streymi og myndskilaboða (MMS) í farsíma hér á vefnum. Sækja stillingar fyrir farsíma.

Áframsenda MMS-skeyti úr símanum

Þú getur vistað öll MMS-skeyti sem þú færð send á símanum þínum og svo sent þær myndir sem þú átt á aðra viðtakendur. Ef móttakandi er ekki með síma sem styður MMS-skilaboða þá fær viðkomandi SMS-skeyti sem vísar á slóð á siminn.is þar sem myndin er aðgengileg. Eftir að MMS skeyti er sent er hægt að skoða það einu sinni í 24 klst. svo er því eytt.

Skilatilkynning

Hægt er að virkja Skilatilkynningu í símanum þínum í valmyndinni fyrir skilaboðin og þannig sjá hvort skeytið hafi skilað sér. Í stillingum er valið Myndskilaboð eða Margmiðlunarskilaboð.

MMS til útlanda

Hægt er að senda MMS til útlanda ef móttakandi MMS skilaboða er með íslenskt númer. Ekki er hins vegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer. Hafa skal í huga að önnur verð gilda fyrir notkun á myndskilaboðum erlendis. Sjá útlandaverð.

Upplýsingar um tengingar

 • Nafn aðgangsstaðar (APN): mms.siminn.is
 • Heimasíða: http://mms.simi.is/servlets/mms
 • IP tala vefsels (proxy): 8080 (eldri WAP símar noti 9201)
 • Port númer vefsels (proxy): 213.167.138.200
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

DNS

Stillingar

DNS nafnaþjónn breytir vefföngum í IP tölur. Í flestum tilfellum er óþarfi að tilgreina nafnaþjóna sérstaklega (settir sjálfvirkt).

 • Fyrri nafnaþjónn: 212.30.200.199
 • Síðari nafnaþjónn: 212.30.200.200
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Algeng vandamál við sendingu eða móttöku SMS skilaboða

Algengar spurningar

Algengustu ástæður fyrir vandamálum við sendingu eða móttöku SMS skilaboða

 • Innhólfið (Inbox) eða úthólfið (Outbox) eru fullt
 • Sendandinn nær ekki að senda skeytið og gæti því prófað að senda á annað númer, t.d. á sjálfan sig.
 • Sendandinn gæti verið með rangt númer á SMS-miðstöð. Farðu í Service centre number inni í skilaboðastillingunum Message settings. Númer miðstöðvar á að vera +3548900100 og SMS gerð þarf að vera stillt á: texti message sent as text. Athugið að sumir símar bjóða upp á að senda svarskeyti gegnum sömu SMS-miðstöð og móttekin skeyti komu frá. Mikilvægt er að nota ekki þann valmöguleika heldur skal farsíminn alltaf nota sína eigin SMS-miðstöð fyrir öll SMS skeyti sem eru send.
 • Ef íslenskir stafir í skeyti eru brenglaðir er það sök sendandans á skeytinu. Þetta er algengt ef sendandinn er með Android síma. Þá verður sendandinn að fara í SMS stillingar og breyta innsláttaraðferð úr „GSM stafróf“ yfir í „Sjálfvirkt“.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Notkun á talhólfi

Hólfaþjónusta

Talhólf tekur á móti skilaboðum þegar ekki er svarað í símann, hann er á tali, slökkt á honum eða síminn utan þjónustusvæðis. Þú færð svo SMS þegar ný skilaboð berast.

Til að hlusta á skilaboðin í talhólfinu þínu, hringirðu í gjaldfrjálst númer 1411 úr símanum. Til að hlusta á skilaboð úr öðrum farsíma eða talsímanúmeri hringir þú í +3548800100 og slærð inn GSM númer og því næst #lykilnúmer#.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Uppsetning á talhólfi

Hólfaþjónusta

Til að geta notað talhólfið þarf að setja það upp og gera símtalsflutning virkan. Talvél fylgir þér í gegnum talhólfið með einföldum leiðbeiningum. Til að setja upp talhólfið er hringt í 1411 fyrir farsíma- og fastlínunúmer og þá heyrir þú sérstaka kynningu fyrir nýja notendur. Í kynningunni ertu beðin um að velja nýtt lykilnúmer og lesa inn símsvarakveðju.

Nýtt lykilorð
Lykilorðið á að vera fjórir tölustafir.

 • Sláðu inn lykilnúmer þitt og þá er nýtt lykilnúmer er lesið upp.
 • Þú slærð inn lykilnúmerið þegar þú hringir úr öðrum síma en talhólfið er tengt við, annars þarf ekki að slá inn lykilnúmer.

Símsvarakveðja
Næst lestu inn símsvarakveðjuna þína. Það er sú kveðja sem aðrir heyra sem hringja í talhólfið td „þetta er hjá Jóni, ég er ekki við í augnablikinu“

 • Símsvarakveðjan þín getur verið allt að 30 sekúndur að lengd.
 • Lestu inn símsvarakveðjuna eftir að hljóðmerkið heyrist og veldu síðan #.
 • Kveðjan er lesin upp. Annaðhvort geymir þú kveðjuna með því að velja # eða velja 1 til að hætta við og taka upp nýja kveðju.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hringt í talhólf erlendis frá

Hólfaþjónusta

Hringdu í (+354) 8800200 til að hlusta á talhólfsskilaboðin þín þegar þú ert erlendis.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hringiflutningur í talhólf

Hólfaþjónusta

Ekki svarað

Til að virkja er valið: **61*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##61#

Utan þjónustusvæðis/slökkt

Til að virkja er valið: **62*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##62#

Á tali

Til að virkja er valið: **67*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##67#

Alltaf

Til að virkja er valið: **21*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##21#

Tímastilltur flutningur

Til að virkja er valið: **61*8800100**tími#

Til að afvirkja er valið: ##61#

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Afvirkja hringiflutning

Hólfaþjónusta

Auðveldasta aðferðin er sú að stimpla inn ##002# og ýta á „hringja“ takkann til að hringja. Einnig er hægt að gera þetta með aðgerð í símtækinu sjálfu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Geymsla á skilaboðum

Hólfaþjónusta
 • Þegar hlustað hefur verið á skilaboð geymast þau í 1 sólarhring.
 • Ný skilaboð eru geymd í 7 daga áður en þeim er eytt.
 • Hámarkstími fyrir skilaboð er 20 mín burtséð frá fjölda þeirra.
 • Hver skilaboð mega vera allt að 60 sek að lengd.
 • Vistuð skilaboð eru geymd í 365 daga.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Notkun á svarhólfi

Hólfaþjónusta

Svarhólf geymir upplýsingar eða skilaboð sem svarhólfseigandi vill koma á framfæri, en sá sem hringir getur ekki skilið eftir skilaboð. Upplýsingarnar eru lesnar upp þrisvar sinnum. Svarhólfseigandi getur annað hvort látið símanotendur hringja beint í svarhólf sitt eða flutt viðkomandi símtöl í svarhólf með símtalsflutningi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Uppsetning á svarhólfi

Hólfaþjónusta

Þegar verið er að setja upp svarhólf í fyrsta skipti þarf að velja lykilnúmer og lesa inn svarhólfskveðju.

 • Hringja í viðeigandi svarhólfsnúmer 878-xxxx og ýta strax á # þegar svarað er.
 • Beðið er um fjögurra stafa lykilorð. Þegar svarhólf er sett upp í fyrsta skipti er lykilorðið 9999.
 • Þar sem svarhólfið er ekki uppsett gefst tækifæri til að lesa inn kveðju. Kveðjan má vera að hámarki 60 sekúndur.
 • Slá inn # að lestri loknum.
 • Hlusta á kveðjuna.
 • Til að samþykkja þessa kveðju, veldu kassa (#) eða einn (1)1 til að endurtaka upptöku.
  Næst þarf að velja lykilorð, 4 tölustafi.
 • Eftir að lykilorðið er slegið inn þarf að staðfesta með því að slá það aftur inn.
  Nýja lykilnúmerið er lesið upp.

Nú er uppsetningu lokið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Breyting á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri svarhólfs

Hólfaþjónusta

Þegar breyta á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri er það gert á eftirfarandi hátt.

 • Hringja beint í svarhólfsnúmerið 878-xxxx og ýta strax á # .
 • Þá er beðið um fjögurra stafa lykilorð. (ef lykilorðinu hefur ekki þegar verið breytt er það 9999)
 • Velja 3 til að breyta kveðju. Munið að endurtaka hana ef hún á að heyrast oftar en einu sinni. (Kveðjan má vera að hámarki 60 sekúndur)
 • Velja 4 til að breyta lykilorði.
 • Fylgja fyrirmælunum sem lesin eru.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig loka ég fyrir símtalsflutning?

Farsímaáskrift

Þú velur *15# á símtækinu ef þú vilt :

 • loka fyrir að hringingar séu fluttar í viðkomandi númer.
 • loka fyrir hringingar frá leyninúmeri.
 • loka fyrir að hringt sé í viðkomandi númer úr leyninúmeri.

Ef þú vilt aftengja velur þú  #15#

Mánaðarverð 100 kr.

Þjónustan er ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég látið loka fyrir hringingar úr farsímanúmeri?

Farsímaáskrift

Rétthafi getur látið loka fyrir hringingar úr símanúmeri (eða númerum) sem hann er skráður fyrir. Einnig lokast fyrir hringingar í 112.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar símtalsflutningur úr farsíma?

Farsímaáskrift

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu, í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma hjá öðrum kostar ekkert ef þú ert í áskriftinni Endalaust en í öðrum áskriftarleiðum kostar hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma (ekki hjá Símanum) upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar breyti ég skráningu í símaskrá?

Farsímaáskrift

Þú getur haft samband við Símann til þess að skrá bannmerkingu, breyta heimilisfangi eða eyða út upplýsingum úr upplýsingaveitugrunni. Einnig er hægt að hafa samband við viðeigandi upplýsingaveitu ef um sérstakar fyrirspurnir eru að ræða  t.d. skrá starfsheiti eða opnunartíma fyrirtækis.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég á númeraleynd?

Farsímaáskrift

Númeraleynd er sett á þjónustuvefnum eða í Símaappinu.

Fara á þjónustuvef Símans

Sækja Símaappið fyrir Android

Sækja Símaappið fyrir iOS

Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: #31# og símanúmerið.

Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað get ég gert ef síminn er týndur eða hefur verið stolið?

Farsímaáskrift

Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast, þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans og tilkynna það. Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila.

Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum, þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans. Leitin kostar 4.900 kr. Við leitum eingöngu af símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Þrenna?

Þrenna

Þrenna er mánaðarleg áfylling í Frelsi. Fyrir fast verð í hverjum mánuði fást endalaus símtöl í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð farsímakerfi. SMS eru það sömuleiðis. Með Þrennu velur þú annað hvort 10 eða 25 GB. og færð 5 GB innan EES landa (í apríl má nota allt gagnamagnið bæði á Íslandi og innan EES landa). Einnig færist ónotað gagnamagn yfir á næsta mánuð og safnast upp.

 • 10 GB allt að 100 GB Safnamagn
 • 25 GB allt að 300 GB Safnamagn
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Safnamagn?

Þrenna

Í Þrennu hjá Símanum eyðist gagnamagnið ekki í lok mánaðar heldur færist yfir á næsta mánuð og safnast upp – Safnamagn. Þú getur safnað allt að 250 GB. Þú borgaðir fyrir gagnamagnið og þú átt það.

Safnamagn

 • 10 GB allt að 100 GB Safnamagn
 • 25 GB allt að 250 GB Safnamagn
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig er rukkun á umframnotkun í Þrennu?

Þrenna

Þrenna er áfylling í Frelsi sem innifelur Endalausar mínútur og sms í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð farsímakerfi.

Fyrir aðra notkun eins og símtöl og sms í upplýsingaveitur, símatorg, í erlend símanúmer, símastyrkir og kosningar er keypt inneign á frelsið fyrir fasta upphæð. Inneignir eru frá 1.000kr – 5.000 kr. Greitt er svo fyrir notkunina samkvæmt gjaldskrá.

Þú getur alltaf fylgst með allri notkun í Símaappinu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig virkar Þrenna í útlöndum?

Útlönd

Sjá nánar um Frelsi í útlöndum

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvers vegna næ ég ekki sambandi í útlöndum?

Útlönd

Í langflestum tilfellum þarf ekki að hafa sérstaklega fyrir því að tengjast þjónustuaðila erlendis og þarf eingöngu að kveikja á símtækinu eða taka það af airplane mode þegar komið er á áfangastað.

Ef þú hinsvegar lendir í vandræðum og símtækið þitt nær ekki sambandi við þjónustuaðila þegar kveikt er á símanum getur verið að velja þurfi þjónustuaðila handvirkt.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að fá 10x fleiri gígabæt fyrir Þrennu?

Þrenna

Já. Það er hægt að vera með Þrennu, bæði 10 GB og 25 GB (verður 100 GB og 250 GB með 10x) . Þrennu símanúmer sem skráð eru fá aukalega áfyllingu í hverjum mánuði. Uppsafnað gagnamagn á milli mánaða getur mest verið 250 GB eða:

 • 10 GB allt að 100 GB Safnamagn
 • 25 GB allt að 250 GB Safnamagn

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Safnast 10x gígabætin upp í Þrennu?

Þrenna

Safnamagnið i Þrennu, þ.e. 10 GB eða 25 GB sem eru innifalin í Þrennu safnast upp.
GB sem bætt er við vegna 10x safnast ekki upp.

 • 10 GB safnast allt að 100 GB
 • 25 GB safnast allt að 250 GB
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég skráði Þrennu númer í 10x. Hvenær tekur það gildi?

Þrenna

Símanúmer sem skráð eru fá 10x fleiri gígabæt strax. Til upplýsingar er sent SMS þegar það gerist. 10x fleiri gígabæt gilda alltaf fyrir allan mánuðinn. Það þýðir að þegar númerið er skráð gildir það frá síðustu mánaðarmótum, þ.e. þann 1. þess mánaðar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig tek ég Frelsisnúmer í notkun?

Frelsi
 • Settu kortið í farsímann og kveiktu á honum.
 • Þegar þú hefur kveikt á símanum þarftu að slá inn fjögurra stafa PIN númer sem er undir skafröndinni á farsímakortinu.
 • Hinkraðu smástund á meðan símtækið er að tengist farsímakerfi Símans.
 • Hringdu í númerið 1441 til að virkja Frelsisnúmerið. Þú færð 100 kr. inneign sem gildir í sex mánuði. Ef þú keyptir startpakka með 2.000 kr. inneign virkjast hún um leið og Frelsisnúmerið.
 • Við mælum með því að þú skráir Frelsisnúmerið þitt. Ef þú þarft að hringja í 112 er betra að hafa númerið skráð. Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig skrái ég Frelsisnúmer?

Frelsi

Þú skráir númerið þitt hérna á þjónustuvefnum en þar velur þú  að fá SMS.

Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign og við getum jafnframt látið þig vita þegar breytingar eiga sér stað á verði eða skilmálum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig nota ég Frelsi í útlöndum?

Útlönd

Ef ferðast á til EES landa í Evrópu þá notar þú símann þinn alveg eins og heima á Íslandi.

Ef ferðast á til landa utan EES í Evrópu þarftu að skrá þig í þjónustuna „Frelsi í útlöndum“ þar sem símanotkun erlendis er greidd eftirá á símreikning. Skráningin fer fram á þjónustuvefnum eða í símaappinu.

Þar sem það getur verið dýrt að ferðast utan EES landa þá fylgjumst við með kostnaði vegna netnotkunar þar og látum þig vita reglulega með SMS-skilaboðum hver kostnaðurinn er orðinn.

Við mælum með að viðskiptavinir sem ferðast utan Evrópu skrái sig í Ferðapakkann sem er frábær leið til að lækka símkostnað á ferðalögum. Virkjaðu Ferðapakkann með því að senda textann “ferdapakki” í númerið 1900 og hann virkjast um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu.

Allir viðskiptavinir með frelsisnúmer í ÞRENNU sem eru eldri en 18 ára eru ávallt sjálfkrafa skráðir í þjónustuna Frelsi í útlöndum. Alltaf er hægt að aftengja þjónustuna þannig að ekki sé hægt að nota símann utan Íslands og EES landa.

Viðskiptavinir yngri en 18 ára í ÞRENNU eða með Krakkakort þurfa að skrá sig sjálfir með sms innskráningu á Þjónustuvef eða hringja í 8007000 þar sem ávallt þarf eldri einstakling en 18 ára til að ábyrgjast eftirágreiddu notkunina erlendis. Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það Frelsisnúmer sem hann er í ábyrgð fyrir.

Skrá frelsi í útlöndum

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig fylli ég á Frelsi?

Frelsi

Með Símaappinu

Það er einfalt og auðvelt að kaupa inneign á Frelsisnúmerið þitt í gegnum Símaappið ef þú átt snjallsíma. Til þess þarftu ekki annað en að hafa skráð debet- eða kreditkortið þitt á þjónustuvefnum.

Sækja Símaappið fyrir Android.

Sækja Símaappið fyrir iOS.

Á Þjónustuvefnum
Það er einfalt að nota Þjónustuvef Símans. Þú skráir símanúmerið þitt í innskráningargluggann og færð lykilorð sent í símann. Þú þarft ekki að muna þetta lykilorð því þú færð sent nýtt í hvert skipti sem þú skráir þig inn.

Á Þjónustuvefnum velur þú „kaupa inneign“ og velur þá áfyllingu sem hentar þér. Við mælum með því að skrá greiðslukort á Þjónustuvefnum. Þá þarftu ekki að hafa kredit- eða debetkortið við hendina þegar þú fyllir á númerið næst hvort sem er í gegnum vefinn eða símann.

Skrá debet- eða kreditkort

Með tölvu eða spjaldtölvu
Á forsíðu siminn.is og á frelsissíðunni getur þú valið að fylla á Frelsi án þess að skrá þig sérstaklega inn á Þjónustuvefinn. Þú velur annaðhvort áfyllingu eða frábæra pakka sem henta þinni notkun. Einnig eru í boði gagnapakkar ef þú ferð oft á netið í símanum.

Kaupa áfyllingu


Skafkort
Skafkort fást í fjölmörgum verslunum, pósthúsum, bensínstöðvum og söluturnum  um land allt. Heimabankar Þú getur fyllt á Frelsi í öllum íslenskum heimabönkum.

Hraðbankar
Þú getur fyllt á Frelsi í hraðbönkum Íslandsbanka, Arion Banka og sparisjóða.

Með símanum
Það er einfalt og auðvelt að kaupa inneign á Frelsisnúmerið þitt með því að hringja í talvélina 1441. Til þess að geta nýtt þessa leið og fyllt á hvar og hvenær sem er þarftu að byrja á því að skrá debet- eða kreditkortið þitt á Þjónustuvefnum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig sé ég stöðuna á Frelsinu?

Frelsi

Þægileg leið til að vita stöðuna er að nota Símaappið sem er í boði fyrir bæði Android og iPhone. Auk þess getur þú nálgast notkunaryfirlit á þjónustuvefnum eða hringt í 1441, valið 1 og staðan er lesin upp.

Sækja Símaappið

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hversu lengi gildir inneignin?

Frelsi

Virk
Inneign er virk í 6 mánuði eftir að síðast var bætt við hana. Þú getur hringt fyrir verðmæti inneignar þinnar í 6 mánuði að meðtöldum kaupdegi. Þú getur móttekið símtöl út þetta tímabil þótt engin inneign sé eftir. Ef þú kaupir aðra inneign og fyllir á innan þessara 6 mánaða er þeirri upphæð bætt ofan á eftirstöðvar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Óvirk
Ef 6 mánuðir hafa liðið frá síðustu áfyllingu verður inneignin óvirk og þú getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þú getur þó hringt í Málsvarann 1441, þjónustunúmer Frelsis 800 7000 og 112. Þú getur fyllt á Frelsi hvenær sem er á þessu 6 mánaða tímabili. Þá bætist sú upphæð við eftirstöðvarnar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Útrunnin
Eftir að óvirka tímabilinu lýkur, ári eftir síðustu áfyllingu, fyrnist inneignin, ef einhver er. Einnig áskiljum við okkur rétt til að aftengja þjónustuna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er þjónustan Hringdu?

Frelsi

Þarftu að ná í einhvern?

Sendu skilaboðin: Hringdu og símanúmer þess sem á að hringja (t.d. Hringdu 8009999) í 1441. Viðkomandi fær þá SMS skilaboð um að þú óskir eftir símtali. Einungis í boði fyrir þá sem eru með Frelsi Símans.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað eru Kollekt símtöl?

Frelsi

Bjóddu öðrum að borga símtalið með *888*
Ef þú ert með farsímanúmer hjá Símanum geturðu boðið öðrum aðila, sem einnig er hjá Símanum að greiða fyrir símtal ykkar á milli. Veldu *888* á undan númerinu sem þú vilt hringja í og þú færð að vita hvort viðkomandi, samþykkir að greiða fyrir símtalið eða ekki.

Kollekt símtal ekki samþykkt
Ef þú nærð ekki að hringja Kollekt er líklegt að sá sem þú vilt ná í hafi hafnað beiðni þinni eða hafi látið loka fyrir þennan möguleika hjá sér. Einnig er mögulegt að viðtakandi sé hjá öðru símafyrirtæki en Símanum, enda aðeins hægt að hringja Kollekt símtöl innan Símans. Ekki er hægt að hringja Kollekt símtal í útlöndum.

Loka fyrir Kollekt símtöl

Þú getur látið loka fyrir að aðrir hringi Kollekt í þig, og þú sért þar með að greiða fyrir símtalið. Þú einfaldlega hringir í þjónustuverið okkar, 800 7000, og biður um að láta loka fyrir þennan möguleika.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða möguleikar eru í boði fyrir börn?

Frelsi

Fyrir utan hefðbundið Frelsi þá mælum við með Krakkakorti. Krakkakortin er hugsuð fyrir börn yngri en 18 ára og kosta ekkert aukalega. Börnin geta hringt og sent SMS endalaust innanlands og fá 2 GB en auðvelt er að bæta við gagnamagni.

Krakkakort eru í boði ef þú ert í áskrift með að minnsta kosti 10 GB gagnamagni inniföldu. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort.

Þú getur bætt við Krakkakorti hérna á Þjónustuvefnum en allir hafa aðgang.

Við mælum líka með ÞRENNU fyrir börn sem þurfa meira en 2 GB þar sem þá er í boði meira gagnamagn.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að fá 10x fleiri gígabæt fyrir Frelsi og Krakkakort?

Frelsi

Nei. Þetta er ekki fyrir almennt Frelsi eða Krakkakort. 10x er einungis fyrir greiddar þjónustur í föstum mánaðarlegum greiðslum. Þess vegna er Þrenna eina frelsisvaran sem hægt er að skrá í 10x fleiri GB.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hver er munurinn á Premium og Premium for Family?

Spotify

Premium er fyrir einn notenda og Premium for Family er fyrir allt að 6 notendur innan sama heimilis.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig skrái ég mig í Spotify Premium hjá Símanum?

Spotify

Gengið er frá skráningu á Spotify Premium og Spotify Premium for Family á Þjónustuvef Símans. Þegar áskriftin er orðin virk þarf að bæta við fjölskyldumeðlimum. Sjá nánar í liðnum Hvernig bæti ég við fjölskyldumeðlimum í Spotify Premium for Family?.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig bæti ég við fjölskyldumeðlimum í Spotify Premium for Family?

Spotify

Þú bætir við fjölskyldumeðlimum í gegnum heimasíðu Spotify.

1. Farðu inn á Spotify og veldu innskráningu (e. Log In)
2. Veldu Profile og síðan Account.
3. Þegar þú ert kominn í stillingar ættirðu að sjá liðinn Premium for Family vinstra megin.
4. Veldu Send invite
5. Skrifaðu netfangið hjá þeim fjölskyldumeðlimum sem þú vilt bæta við í Spotify Family áskriftina þína.

Nú þarf móttakandi að opna póstinn sinn og velja þar Accept invitation . Móttakandi þarf svo að skrá sig inn, fylgja leiðbeiningum og velja Submit.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég næ ekki að skrá fjölskyldumeðlimi í Spotify Premium for Family?

Spotify

Samkvæmt skilmálum frá Spotify verða allir notendur í Spotify Premium for Family að hafa sama heimili.

Hér má sjá leiðbeiningar fyrir skráningu á aukanotendum á Spotify undir Manage your Premium for Family.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig segi ég upp áskrift að Spotify?

Spotify

Þú segir upp Spotify áskriftinni á Þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða skilmálar gilda um Spotify hjá Símanum?

Spotify
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég er nú þegar með Spotify, hvernig færi ég áskriftina yfir til Símans?

Spotify

Það fyrsta sem þarf að gera er að segja upp núverandi áskrift hjá Spotify.

1. Ferð á Spotify.com og velur innskráningu (e. LogIn)
2. Velur þar Subscription og segir áskriftinni upp. Þá sérðu hvenær áskriftin rennur út hjá Spotify. Þegar sú dagsetning er liðin getur þú sótt um Spotify hjá Símanum á Þjónustuvefnum. Þú munt halda þínum lagalistum og stillingum þó svo þú færir þig yfir til Símans.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig breyti ég Spotify Premium í Spotify Family áskrift og öfugt?

Spotify

Til þess að breyta á milli Spotify Premium standalone áskriftar og Spotify Family áskriftar þarf að byrja á því að segja upp áskriftinni sem er virk.

Ef þú ert með áskrift greidda hjá Símanum:
Uppsögn á áskrift er hægt að framkvæma á þjónustuvef einstaklinga undir þeirri kennitölu sem er skráð fyrir áskriftinni.

Ef þú ert með áskrift greidda hjá Spotify:


1. Skráir þig inn á Spotify reikninginn þinn inn á www.spotify.com.
2. Smellir á Subscription undir menu vinstra megin á síðunni.
3. Smellir á CHANGE OR CANCEL.
4. Smellir á CANCEL PREMIUM.
5. Smellir á YES, CANCEL. Síðan birtir núna upplýsingar varðandi það hvenær núverandi áskrift rennur út.

Þar næst þarf að bíða þangað til uppsögnin gengur í gegn, sá tími getur verið mismunandi. Tímabil áskriftar miðast við þá dagsetningu sem fyrstu kaup áttu sér stað, s.s. ef þú kaupir áskrift 15.01.19 þá er áskriftin virk til 15.02.19. Ef þú kaupir áskrift 15.01.19 og segir henni upp 17.02.19 þá er áskriftin virk til 15.03.19.

Að þeim tíma loknum þarf að fara aftur í gegnum hefðbundið virkjunarferli á Spotify.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Símaappið og hvar sæki ég það?

Símaappið

Í Símaappinu hefur þú yfirlit yfir notkun, áskrift, inneign og gagnapakka. Einnig er hægt að breyta um áskrift, hækka hámarksnotkun á gagnaþaki erlendis, sækja um aukaþjónustu og fylla á Frelsi. Sendu SMS með textanum App í númerið 1900 til að sækja appið eða sæktu það hér fyrir neðan.

Sækja í Google Play

Sækja í Apple Store

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig vel ég símafyrirtæki (carriers) í símanum?

Útlönd EES

iOS

 • Ferð í Settings
 • Velur Mobile Data
 • Í Mobile Network tekur þú hakið af Automatic
 • Nú kemur upp listi með þeim carriers eða símafyrirtækjum sem eru í boði. Hérna getur þú séð undir hverju landi við hvaða símafyrirtæki Síminn er með samninga við.

Veldu settings
Veldu Settings
veldu mobile data
Veldu hérna Mobile Data

mobile network
Veldu Mobile Network
Taktu hakið af
Taktu Automatic hakið haf
Velja Carrier
Veldu carrier eða símafyrirtæki sem Síminn er með samninga við

Android

 • Ferð í Connections
 • Velur Mobile Network
 • Í Network operators velur þú Search Networks
 • Nú kemur upp listi með þeim carriers eða símafyrirtækjum sem eru í boði. Hérna getur þú séð undir hverju landi við hvaða símafyrirtæki Síminn er með samninga við
Veldu mobile network
Mobile Networks
Network Operators
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Listi yfir lönd og landsnúmer

Algengar spurningar

Austurríki- landsnúmer(+43)

Albanía- landsnúmer(+355)

Afganistan- landsnúmer(+93)

Álandseyjar- landsnúmer(+358)

Alsír- landsnúmer(+213)

Andorra- landsnúmer(+376)

Angóla- landsnúmer(+244)

Angvilla- landsnúmer(+1264)

Antígva  og Barbuda- landsnúmer(+268)

Argentína- landsnúmer(+54)

Armenía- landsnúmer(+374)

Arúba- landsnúmer(+297)

Aserbaídsjan- landsnúmer(+994 / 789)

Ástralía- landsnúmer(+61)

Ástralía  (yfirráðasvæðin)- landsnúmer(+672)

Bahamaeyjar- landsnúmer(+1242)

Bandaríkin- landsnúmer(+1)

Bandaríska Samóa- landsnúmer(+684)

Bangladess- landsnúmer(+880)

Barbadoseyjar- landsnúmer(+1246)

Barein- landsnúmer(+973)

Belgía- landsnúmer(+32)

Belís- landsnúmer(+501)

Benin- landsnúmer(+229)

Bermúdaeyjar- landsnúmer(+1441)

Bólivía- landsnúmer(+591)

Bosnía-Hersegóvína- landsnúmer(+387)

Botsvana- landsnúmer(+267)

Brasilía- landsnúmer(+55)

Brúnei-  landsnúmer(+673)

Búlgaría- landsnúmer(+359)

Búrkina Fasó- landsnúmer(+226)

Mjanmar- landsnúmer(+95)

Búrúndí- landsnúmer(+257)

Bútan- landsnúmer(+975)

Caymaneyjar- landsnúmer(+1345)

Chile- landsnúmer(+56)

Cookeyjar-  landsnúmer(+682)

Danmörk- landsnúmer(+45)

Díegó García- landsnúmer(+246)

Djíbútí- landsnúmer(+253)

Dóminíka- landsnúmer(+1767)

Dóminíska lýðveldið- landsnúmer(+1809)

Egyptaland- landsnúmer(+20)

Eistland- landsnúmer(+372)

Ekvador- landsnúmer(+593)

El Salvador- landsnúmer(+503)

Erítrea- landsnúmer(+291)

Eþíópía- landsnúmer(+251)

Færeyjar- landsnúmer(+298)

Falklandseyjar- landsnúmer(+500)

Fídjieyjar- landsnúmer(+679)

Fílabeinsströndin-  landsnúmer(+225)

Filippseyjar- landsnúmer(+63)

Finnland- landsnúmer(+358)

Frakkland- landsnúmer(+33)

Franska Gvæjana- landsnúmer(+594)

Franska Pólýnesía- landsnúmer(+689)

Gabon- landsnúmer(+241)

Gambía- landsnúmer(+220)

Gana-  landsnúmer(+233)

Georgía- landsnúmer(+995)

Gíbraltar- landsnúmer(+350)

Gínea- landsnúmer(+224)

Grænhöfðaeyjar- landsnúmer(+238)

Grænland- landsnúmer(+299)

Grenada- landsnúmer(+1473)

Grikkland- landsnúmer(+30)

Guernsey-  landsnúmer(+44)

Gvadelúp- landsnúmer(+590)

Gvæjana- landsnúmer(+592)

Gvam- landsnúmer(+1671)

Gvatemala- landsnúmer(+502)

Haítí- landsnúmer(+509)

Holland- landsnúmer(+31)

Hollensku Antillaeyjar- landsnúmer(+599)

Hondúras-  landsnúmer(+504)

Hong Kong- landsnúmer(+852)

Hvíta-Rússland- landsnúmer(+375)

Indland- landsnúmer(+91)

Indónesía- landsnúmer(+62)

Írak- landsnúmer(+964)

Íran- landsnúmer(+98)

Írland- landsnúmer(+353)

Ísrael- landsnúmer(+972)

Ítalía- landsnúmer(+39)

Jamaíka- landsnúmer(+1876)

Japan- landsnúmer(+81)

Jemen- landsnúmer(+967)

Jersey- landsnúmer(+44)

Bresku Jómfrúreyjar- landsnúmer(+1284)

Bandarísku Jómfrúreyjar- landsnúmer(+1340)

Jórdanía-  landsnúmer(+962)

Kambódía- landsnúmer(+855)

Kamerún- landsnúmer(+237)

Kanada- landsnúmer(+1)

Kasakstan- landsnúmer(+7)

Katar- landsnúmer(+974)

Kenýa- landsnúmer(+254)

Kína- landsnúmer(+86)

Kirgistan-  landsnúmer(+996)

Kólumbía- landsnúmer(+57)

Kómoreyjar- landsnúmer(+269)

Kongó- landsnúmer(+242)

Kongó DRC- landsnúmer(+243)

Kostaríka- landsnúmer(+506)

Króatía- landsnúmer(+385)

Kúba- landsnúmer(+53)

Kúveit-  landsnúmer(+965)

Kýpur- landsnúmer(+357)

Laos- landsnúmer(+856)

Lesótó- landsnúmer(+266)

Lettland- landsnúmer(+371)

Líbanon- landsnúmer(+961)

Líbería- landsnúmer(+231)

Líbýa- landsnúmer(+218)

Liechtenstein-  landsnúmer(+423)

Litháen- landsnúmer(+370)

Lúxemborg- landsnúmer(+352)

Madagaskar- landsnúmer(+261)

Makaó- landsnúmer(+853)

Makedónía- landsnúmer(+389)

Malasía- landsnúmer(+60)

Malaví- landsnúmer(+265)

Maldíveyjar- landsnúmer(+960)

Malí- landsnúmer(+223)

Malta- landsnúmer(+356)

Máritanía- landsnúmer(+222)

Máritíus- landsnúmer(+230)

Marokkó- landsnúmer(+212)

Marshalleyjar- landsnúmer(+692)

Martiník- landsnúmer(+596)

Mayotte-  landsnúmer(+269)

Mexíkó- landsnúmer(+52)

Mið-Afríku- lýðveldið- landsnúmer(+236)

Miðbaugs-Gínea- landsnúmer(+240)

Míkrónesía- landsnúmer(+691)

Moldavía- landsnúmer(+373)

Mónakó- landsnúmer(+377)

Mongólía- landsnúmer(+976)

Montserrat-  landsnúmer(+1664)

Mósambík- landsnúmer(+258)

Namibía- landsnúmer(+264)

Nárú- landsnúmer(+674)

Nepal- landsnúmer(+977)

Níger- landsnúmer(+227)

Nígería- landsnúmer(+234)

Níkaragúa- landsnúmer(+505)

Niue-  landsnúmer(+683)

Norður Kórea- landsnúmer(+850)

Noregur- landsnúmer(+47)

Nýja Sjáland- landsnúmer(+64)

Nýja-Kaledónía- landsnúmer(+687)

Óman- landsnúmer(+968)

Pakistan- landsnúmer(+92)

Palá- landsnúmer(+680)

Palestína-  landsnúmer(+970)

Panama- landsnúmer(+507)

Papúa Nýja Gínea- landsnúmer(+675)

Paragvæ- landsnúmer(+595)

Perú- landsnúmer(+51)

Pólland- landsnúmer(+48)

Portúgal- landsnúmer(+351)

Púertó Ríkó- landsnúmer(+1787)

Réunion- landsnúmer(+262)

Rúanda- landsnúmer(+250)

Rúmenía- landsnúmer(+40)

Rússland- landsnúmer(+7 )

Sádí-Arabía- landsnúmer(+966)

Saint Barthlemy- landsnúmer(+652)

Saint Martin- landsnúmer(+590)

Salómonseyjar- landsnúmer(+677)

Sambía-  landsnúmer(+260)

Emirates- landsnúmer(+971)

San Marínó- landsnúmer(+378)

Saó Tóme og Prinsípe- landsnúmer(+239)

Senegal- landsnúmer(+221)

Serbía- landsnúmer(+381)

Seychelleseyjar- landsnúmer(+248)

Síerra Leóne- landsnúmer(+232)

Simbabve-  landsnúmer(+263)

Singapúr- landsnúmer(+65)

Slóvakía- landsnúmer(+421)

Slóvenía- landsnúmer(+386)

Sómalía- landsnúmer(+252)

Spánn- landsnúmer(+34)

Srílanka- landsnúmer(+94)

St Helena- landsnúmer(+290)

St.  Kristófer og Nevis- landsnúmer(+1869)

St. Lúsía- landsnúmer(+1758)

St. Pierre og Miquelon- landsnúmer(+508)

St. Vinsent og Grenadíneyjar-  landsnúmer(+1784)

Stóra-Bretland- landsnúmer(+44)

Súdan- landsnúmer(+249)

Suður-Afríka-  landsnúmer(+27)

Suður-Kórea- landsnúmer(+82)

Súrínam- landsnúmer(+597)

Svartfjallaland- landsnúmer(+382)

Svasíland- landsnúmer(+268)

Sviss- landsnúmer(+41)

Svíþjóð- landsnúmer(+46)

Sýrland- landsnúmer(+963)

Tadsjikistan- landsnúmer(+7/992)

Taíland- landsnúmer(+66)

Taívan- landsnúmer(+886)

Tansanía- landsnúmer(+255)

Tékkland- landsnúmer(+420)

Þýskaland- landsnúmer(+49)

Tógó- landsnúmer(+228)

Tonga- landsnúmer(+676)

Trínidad  og Tóbagó- landsnúmer(+1868)

Tsjad- landsnúmer(+235)

Túnis- landsnúmer(+216)

Túrkmenistan- landsnúmer(+993)

Turks- og Caicoseyjar- landsnúmer(+1649)

Túvalúeyjar- landsnúmer(+688)

Tyrkland- landsnúmer(+90)

Úganda- landsnúmer(+256)

Úkraína-  landsnúmer(+380)

Ungverja- land- landsnúmer(+36)

Úrúgvæ- landsnúmer(+598)

Úsbekistan- landsnúmer(+7 / 998)

Vanúatú- landsnúmer(+678)

Venesúela- landsnúmer(+58)

Víetnam- landsnúmer(+84)

Wallis  og Fútúnaeyjar- landsnúmer(+681)

Isle of Man- landsnúmer(+44)

Kíribatí- landsnúmer(+686)

Kósóvó- landsnúmer(+383)

 

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er hraðahindrun?

Farsímaáskrift

Til að koma í veg fyrir óvæntan kostnað hjá viðskiptavinum okkar þá er Síminn hættur að bæta gagnamagni sjálfvirkt við farsímaáskriftir ef innifalið gagnamagn klárast.

Þess í stað getur þú valið um að auka gagnamagnið eða fá hraðahindrun út mánuðinn. Með hraðahindrun þá hægist á netinu en enginn auka kostnaður bætist við. Þegar gagnamagnið er að klárast sendum við SMS og tölvupóst þar sem hægt verður að velja að auka innifalið gagnamagn.

Ef heimilið er með Heimilispakka Símans er hægt að tífalda gagnamagnið í farsíma heimilisins án aukakostnaðar.

Smelltu hérna ef þú vilt fara á þjónustuvefinn til að bæta við gagnamagni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig bæti ég við gagnamagni?

Farsímaáskrift

Þú getur auðveldlega bætt við gagnamagni í Símaappinu og á Þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang.

Smelltu hérna ef þú vilt fara á þjónustuvefinn til að bæta við gagnamagni.

Sækja Símaappið fyrir Android stýrikerfi

Sækja Símaappið fyrir iOS stýrikerfi

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég vil flytja mig til Símans og er með rafræn skilríki á núverandi SIM-korti. Hvernig virkja ég rafrænu skilríkin á nýja SIM-kortinu frá Símanum?

Rafræn skilríki

Ef þú ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið þá geturðu virkjað skilríkin þín heima í stofu. Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og starfsmaður Símans setur ferlið í gang. Ferlið er einfalt. Eina sem þú þarft er tölva, símtækið og gamla og nýja simkortið. Við látum þig svo vita með sms skeyti þegar þú getur byrjað flutninginn. 

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig virkar Krakkakort í útlöndum?

Útlönd

Sjá nánar um Frelsi í útlöndum

Skýringarmynd1Skýringarmynd2