Roam Like Home

Reikaðu eins og heima hjá þér!

Roam like home (RLH) þýðir að frá 15 júní 2017 nota viðskiptavinir Símans farsímaáskriftina sína þegar þeir eru staddir í Roam like home löndum alveg eins og þegar þeir eru heima hjá sér á Íslandi. Sjá RLH löndin hér fyrir neðan.

Þegar ferðast er til annarra landa gildir almenn verðskrá fyrir notkun erlendis.

Þú notar innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í RLH löndum hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RLH landa. Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið. Sjá nánar um sanngjarna notkun hér fyrir neðan.

Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar.

Þú notar innifaldar mínútur, sms og gagnamagn þegar þú ert í RLH löndum hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RLH landa.

Inneign í Frelsi virkar ekki í útlöndum. Síminn býður viðskiptavinum sínum að skrá sig í áskriftarleiðina „Frelsi í Útlöndum“ til þess að nota símann erlendis og njóta allrar sömu þjónustu og viðskiptavinir í áskrift. Símnotkun erlendis er þá greidd eftir á. Ekkert er innifalið í áskriftinni og er eingöngu greitt samkvæmt notkun sem á sér stað erlendis. Gjaldskrá í Roam like home löndum er samkvæmt eftirfarandi innanlandsverðskrá:

Upphafsgjald 13 kr.
Mínútuverð 23 kr.
Sent SMS 15 kr.
Gagnamagn (Daggjald fyrir 500 MB) 500 kr.

Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af RLH.
Austurríki
Belgía
Búlgaría
Króatía
Kýpur
Tékkland
Danmörk
Eistland
Færeyjar
Finnland
Frakkland
Þýskaland
Grikkland
Ungverjaland
Írland
Ítalía
Lettland
Liechtenstein
Litháen
Lúxemburg
Malta
Holland
Noregur
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð
Bretland

Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og/eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnmagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta. Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er í viðkomandi áskriftarleið, með þeim takmörkunum sem gilda um notkun innan EES, verður gjaldfært kr. 1,08 fyrir hvert MB viðskiptavinur notar innan EES. Ef viðskiptavinur klárar allt innifalið gagnamagn, skv. innanlandsverðskrá, er gjaldfært fyrir umframnotkun á grundvelli innanlandsverðskrár.

Farsímaáskrift einstaklingar Innifalið gagnamagn Innifalið innan ES/EES
0 MB 0 MB
500 MB 500 MB
5 GB 5 GB
10 GB 5,5 GB
15 GB 6,8 GB
30 GB 8,6 GB
50 GB 10,4 GB
50 GB 10,4 GB
100 GB 12,1 GB
200 GB 15,7 GB
200 GB 15,7 GB
300 GB 19,3 GB
Fyrirtækjaáskrift Innifalið gagnamagn Innifalið innan ES/EES
1 GB 1 GB
5,5 GB 5,5 GB
10 GB 5,5 GB
50 GB 10,4 GB
Netáskrift Innifalið gagnamagn Innifalið innan ES/EES
1 GB 1 GB
5 GB 5 GB
10 GB 6,3 GB
50 GB 9,9 GB
100 GB 13,5 GB
300 GB 18,9 GB
500 GB 27,9 GB

Engar takmarkanir eru settar á hefðbundnar farsímaáskriftarleiðir.

Frelsi

Lokað er fyrir notkun erlendis á fyrirframgreiddri þjónustu eins og Frelsi eða Netfrelsi. Viðskiptavinir með slíka þjónustu geta skráð sig í þjónustuna „Frelsi í útlöndum“ sem gerir viðskiptavini með fyrirframgreidda þjónustu kleift að nota farsíma- eða gagnaflutningsþjónustu erlendis. Verðskrá þjónustunnar þegar ferðast er innan EES landa miðast við innanlandsverðskrá ella gildir hefðbundin verðskrá fyrir notkun erlendis. Krakkakort og Þrenna falla undir þetta.

Önnur reikiþjónusta

Viðskiptavinir geta keypt aðra pakka vegna reikiþjónustu. Sérstök reikiþjónusta líkt Reikipakkar eða Ferðapakkar gilda framar skilmálum þessum. Viðskiptavinir með sérstaka reikipakka greiða fyrir þjónustuna skv. skilmálum viðkomandi reikiþjónustu.

Ferðapakkinn tekur breytingum og mun frá 15 júní 2017 ekki gilda í Roam like home löndum. Hann mun þó áfram gilda þegar ferðast er til USA, Alaska, Grænland, Kanada, Sviss, Tyrkland og Mónakó. Fleiri lönd munu bætast í Ferðapakkann síðar.

Já, 4G Netáskrift er hægt að taka með til Roam like home landa og nota eins og innanlands.

Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið. Sjá nánar um sanngjarna notkun hér fyrir ofan.

Roam like home gildir eingöngu fyrir símtöl sem eiga sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis.

Þjónustan „500 mínútur til útlanda“ gildir fyrir símtöl sem eiga sér stað á Íslandi og til útlanda.

Nei. Það verður sjálfkrafa virkt frá 15 júní 2017.

Greitt er skv. verðskrá Símans fyrir símtöl til útlanda.

Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar. Ef þú ert í áskriftarleið með innifaldri notkun, notar þú innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í RLH löndum og hringir í númer innan RLH landa.

Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið.

Sjá nánar um sanngjarna notkun hér fyrir ofan.

Takmarkanir á gagnamagni Roam like home

Fjarskiptafélögum er heimilt að setja ákvæði um "sanngjarna notkun" erlendis. Það þýðir að settar verða takmarkanir á það hversu mörg gígabæt af áskriftinni má nota erlendis. Tilgangurinn með þessu er að koma í veg fyrir óhæfilega notkun eða misnotkun á þjónustu fjarskiptafélags. Síminn mun innleiða takmarkanir þann 15 júlí. Viðskiptavinum Símans er því heimilt frá 15 júní 2017 – 14 júlí 2017 að nota þjónustuleið sína á sama hátt erlendis og hér heima. Upplýsingar um sanngjarna notkun má finna hér fyrir ofan.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.