Aðstoð

Frelsi

Leiðbeiningar fyrir Frelsi

+

Hvernig tek ég Frelsisnúmer í notkun?

  • Settu kortið í farsímann og kveiktu á honum.
  • Þegar þú hefur kveikt á símanum þarftu að slá inn fjögurra stafa PIN númer sem er undir skafröndinni á farsímakortinu.
  • Hinkraðu smástund á meðan símtækið er að tengist farsímakerfi Símans.
  • Hringdu í númerið 1441 til að virkja Frelsisnúmerið. Þú færð 100 kr. inneign sem gildir í sex mánuði. Ef þú keyptir startpakka með 2.000 kr. inneign virkjast hún um leið og Frelsisnúmerið.
  • Við mælum með því að þú skráir Frelsisnúmerið þitt. Ef þú þarft að hringja í 112 er betra að hafa númerið skráð. Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvernig skrái ég Frelsisnúmer?

Þú skráir númerið þitt hérna á þjónustuvefnum en þar velur þú  að fá SMS.

Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign og við getum jafnframt látið þig vita þegar breytingar eiga sér stað á verði eða skilmálum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvernig fylli ég á Frelsi?

Með Símaappinu

Það er einfalt og auðvelt að kaupa inneign á Frelsisnúmerið þitt í gegnum Símaappið ef þú átt snjallsíma. Til þess þarftu ekki annað en að hafa skráð debet- eða kreditkortið þitt á þjónustuvefnum.

Sækja Símaappið fyrir Android.

Sækja Símaappið fyrir iOS.

Á Þjónustuvefnum
Það er einfalt að nota Þjónustuvef Símans. Þú skráir símanúmerið þitt í innskráningargluggann og færð lykilorð sent í símann. Þú þarft ekki að muna þetta lykilorð því þú færð sent nýtt í hvert skipti sem þú skráir þig inn.

Á Þjónustuvefnum velur þú „kaupa inneign“ og velur þá áfyllingu sem hentar þér. Við mælum með því að skrá greiðslukort á Þjónustuvefnum. Þá þarftu ekki að hafa kredit- eða debetkortið við hendina þegar þú fyllir á númerið næst hvort sem er í gegnum vefinn eða símann.

Skrá debet- eða kreditkort

Með tölvu eða spjaldtölvu
Á forsíðu siminn.is og á frelsissíðunni getur þú valið að fylla á Frelsi án þess að skrá þig sérstaklega inn á Þjónustuvefinn. Þú velur annaðhvort áfyllingu eða frábæra pakka sem henta þinni notkun. Einnig eru í boði gagnapakkar ef þú ferð oft á netið í símanum.

Kaupa áfyllingu


Skafkort
Skafkort fást í fjölmörgum verslunum, pósthúsum, bensínstöðvum og söluturnum  um land allt. Heimabankar Þú getur fyllt á Frelsi í öllum íslenskum heimabönkum.

Hraðbankar
Þú getur fyllt á Frelsi í hraðbönkum Íslandsbanka, Arion Banka og sparisjóða.

Með símanum
Það er einfalt og auðvelt að kaupa inneign á Frelsisnúmerið þitt með því að hringja í talvélina 1441. Til þess að geta nýtt þessa leið og fyllt á hvar og hvenær sem er þarftu að byrja á því að skrá debet- eða kreditkortið þitt á Þjónustuvefnum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvernig sé ég stöðuna á Frelsinu?

Þægileg leið til að vita stöðuna er að nota Símaappið sem er í boði fyrir bæði Android og iPhone. Auk þess getur þú nálgast notkunaryfirlit á þjónustuvefnum eða hringt í 1441, valið 1 og staðan er lesin upp.

Sækja Símaappið

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hversu lengi gildir inneignin?

Virk
Inneign er virk í 6 mánuði eftir að síðast var bætt við hana. Þú getur hringt fyrir verðmæti inneignar þinnar í 6 mánuði að meðtöldum kaupdegi. Þú getur móttekið símtöl út þetta tímabil þótt engin inneign sé eftir. Ef þú kaupir aðra inneign og fyllir á innan þessara 6 mánaða er þeirri upphæð bætt ofan á eftirstöðvar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Óvirk
Ef 6 mánuðir hafa liðið frá síðustu áfyllingu verður inneignin óvirk og þú getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þú getur þó hringt í Málsvarann 1441, þjónustunúmer Frelsis 800 7000 og 112. Þú getur fyllt á Frelsi hvenær sem er á þessu 6 mánaða tímabili. Þá bætist sú upphæð við eftirstöðvarnar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Útrunnin
Eftir að óvirka tímabilinu lýkur, ári eftir síðustu áfyllingu, fyrnist inneignin, ef einhver er. Einnig áskiljum við okkur rétt til að aftengja þjónustuna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvað er þjónustan Hringdu?

Þarftu að ná í einhvern?

Sendu skilaboðin: Hringdu og símanúmer þess sem á að hringja (t.d. Hringdu 8009999) í 1441. Viðkomandi fær þá SMS skilaboð um að þú óskir eftir símtali. Einungis í boði fyrir þá sem eru með Frelsi Símans.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvað eru Kollekt símtöl?

Bjóddu öðrum að borga símtalið með *888*
Ef þú ert með farsímanúmer hjá Símanum geturðu boðið öðrum aðila, sem einnig er hjá Símanum að greiða fyrir símtal ykkar á milli. Veldu *888* á undan númerinu sem þú vilt hringja í og þú færð að vita hvort viðkomandi, samþykkir að greiða fyrir símtalið eða ekki.

Kollekt símtal ekki samþykkt
Ef þú nærð ekki að hringja Kollekt er líklegt að sá sem þú vilt ná í hafi hafnað beiðni þinni eða hafi látið loka fyrir þennan möguleika hjá sér. Einnig er mögulegt að viðtakandi sé hjá öðru símafyrirtæki en Símanum, enda aðeins hægt að hringja Kollekt símtöl innan Símans. Ekki er hægt að hringja Kollekt símtal í útlöndum.

Loka fyrir Kollekt símtöl

Þú getur látið loka fyrir að aðrir hringi Kollekt í þig, og þú sért þar með að greiða fyrir símtalið. Þú einfaldlega hringir í þjónustuverið okkar, 800 7000, og biður um að láta loka fyrir þennan möguleika.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvaða möguleikar eru í boði fyrir börn?

Fyrir utan hefðbundið Frelsi þá mælum við með Krakkakorti. Krakkakortin er hugsuð fyrir börn yngri en 18 ára og kosta ekkert aukalega. Börnin geta hringt og sent SMS endalaust innanlands og fá 2 GB en auðvelt er að bæta við gagnamagni.

Krakkakort eru í boði ef þú ert í áskrift með að minnsta kosti 10 GB gagnamagni inniföldu. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort.

Þú getur bætt við Krakkakorti hérna á Þjónustuvefnum en allir hafa aðgang.

Við mælum líka með ÞRENNU fyrir börn sem þurfa meira en 2 GB þar sem þá er í boði meira gagnamagn.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Er hægt að fá 10x fleiri gígabæt fyrir Frelsi og Krakkakort?

Nei. Þetta er ekki fyrir almennt Frelsi eða Krakkakort. 10x er einungis fyrir greiddar þjónustur í föstum mánaðarlegum greiðslum. Þess vegna er Þrenna eina frelsisvaran sem hægt er að skrá í 10x fleiri GB.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.