Það þarf tengingu við IP-net Símans. Hægt er að velja hvort 3G/4G búnaður skuli tengjast beint við einkanet fyrirtækis og geti þá haft samband við öll útibú (full mesh) eða hvort hann tengist eingöngu við höfuðstöðvar á sérstakri þjónustutengingu.
Í öllum tilfellum þarf viðskiptavinur að ákveða IP-kippu fyrir handtæki.
Já, það er hægt. Það er nauðsynlegt að notast við radiuþjón til þess því radiusþjónninn úthlutar bakneti. Einnig er mismunandi hvort 3G/4G beinar styðja baknet. Sumar gerðir af Huawei beinum gera það og flestar gerðir Cisco beinum.