Aðstoð

Uppsetning í tölvu

Uppsetning á vefpóst í tölvu

+

Mac mail uppsetning í tölvu

Opna Mac Mail
Opnið Mac Mail og farið í Mail sem er í valstikunni efst á skjánum og veljið Preferences.

Uppsetning
Þegar komið er inn á stjórnborðssíðuna fyrir pósthólfin er smellt á plúsinn neðst í vinstra horninu.

Veldu tegund póstþjónustu
Þú byrjar á því að velja tegund póstþjónustu, sem er Add other mail account.

Fylltu út upplýsingar
Full name:
Það nafn sem birtist þegar þú sendir tölvupóst.
Email Address: @simnet.is notendanafnið þitt.
Password: Lykilorðið fyrir netfangið þitt.

Einnig þarf að skrá:

 • Hvort nota eigi POP eða IMAP til að meðhöndla póst.
 • Lýsandi nafn á pósthólfinu (getur verið hvað sem er).
 • Póstþjóninn sem tengjast á.
 • Notandanafn og lykilorð.

Settu inn nafn á póstþjóni
Hér er settur inn sá póstþjónn sem á að senda póst út í gegnum.

 • Setjið inn lýsandi nafn fyrir póstþjóninn (getur verið hvað sem er).
 • Setjið inn slóð þjónsins (postur.simnet.is fyrir Símann).
 • Hakið við Use Authentication og skrifið inn notendanafn og lykilorð í viðeigandi reiti

Stilltu útþjón
Á stillingarsíðu útþjóns skal gera eftirfarandi:

 • Veljið postur.simnet.is.
 • Smellið á Advanced við hlið Mailbox behaviours.
 • Setjið bláa punktinn í Port og ritið inn töluna 587.
 • Gangið úr skugga um að AuthenticationPassword.

Nú ætti uppsetningu að vera lokið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Windows mail í tölvu

Uppsetning

Uppsetningin á Windows Live Mail svipar til eldri útgáfna og fylgir sama viðmótsstaðli og önnur Office forrit.

 • Opnaðu Windows Live Mail
 • Smelltu á örina í efra vinstra horninu
 • Farðu í Options > Email Accounts

Nýr aðgangur

Veldu Add til að stofna aðgang.

Bæta við þjónustu

Veldu E-mail Account og því næst Next til að halda áfram.

Fylltu út upplýsingar

Email Address: @simnet.is notendanafnið þitt.
Password: Lykilorðið fyrir netfangið þitt.
Display name: Það nafn sem birtist þegar þú sendir tölvupóst.
Hakaðu síðan í Manually configure server settings

Stillingar fyrir póstþjóna

Server Type: Hérna skal velja IMAP sem þýðir að þú munt enn hafa aðgang að póstgögnum í vefpósthúsi. Það er hægt að velja POP en þá hreinsast pósturinn af póstþjónunum og fer inn á tölvuna.

 • Server Address: postur.simnet.is og port:143
 • Server Address í Outgoing: postur.simnet.is port 587
 • Haka þarf í Requires authentication
 • Smelltu á Next

Þá ætti uppsetningu að vera lokið og hægt að senda og sækja póst.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Outlook uppsetning í tölvu

Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar fyrir outlook 2019 og 2016.

Outlook 2019
 • Byrjið á því að opna Outlook, velja File og svo Add Account.
 • Smella á Advanced options og haka í Let me set up my account manually.
 • Veljið næst IMAP í næsta reit
 • Setjið inn lykilorðið fyrir tölvupóstfangið í næsta reit

Haka við Let me set up my account manually

Póstþjónn

Næst þarf að fylla inn upplýsingar fyrir póstþjón.

Upplýsingar um póstþjón
Uppsetningu lokið

Nú ætti uppsetningu að vera lokið.

 • Taka hakið úr Set up Outlook on my Mobile phone og velja svo Done.
Taka hak af Set up Outlook Mobile on my phone.

Outlook 2016

Opnaðu Outlook
Opnaðu Outlook 2016 og veldu File og síðan Add account.

Uppsetning
Veldu Manual setup or additional server types og Next. Næst er hakað við Pop or IMAP og síðan aftur Next.

Fylltu út upplýsingar

 • Your Name: Nafnið sem á að vera á tengingunni.
 • E-mail Address: Netfangið þitt.
 • Account Type: Við mælum með að hér sé valið IMAP. Einnig er hægt að velja pop3 en sömu stillingar eru notaðar og við IMAP.
 • Username: Netfangið þitt.
 • Password: Lykilorð fyrir tölvupóstinn þinn.

Hakaðu í Automatically test account settings og veldu More settings.

Póstþjónn
Næst er skrifað postur.simnet.is í Incoming mail server og Outgoing mail server. Velja OK.

Póstþjónn uppsetning

Prófun
Veldu Next og athugaðu hvort það koma ekki upp græn hök eins og myndin sýnir og veldu Close.

Uppsetningu lokið
Veldu Finish og þá er uppsetningu lokið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.